Bestu sólarstaðir Evrópu í vetur

Ítalía | 13. september 2022

Bestu sólarstaðir Evrópu í vetur

Nú, þegar farið er að hausta, er eitt víst. Veturinn er framundan og með vetrinum kemur kuldi og myrkur. Yfir vetrartímann er gott að geta stokkið í stutta sólarferð til þess að fá smá D-vítamín í kroppinn. Í Evrópu eru þó nokkrir áfangastaðir sem bjóða upp á milt og gott veður yfir vetrartímann. 

Bestu sólarstaðir Evrópu í vetur

Ítalía | 13. september 2022

Ljósmynd/Unsplash/George Lemon

Nú, þegar farið er að hausta, er eitt víst. Veturinn er framundan og með vetrinum kemur kuldi og myrkur. Yfir vetrartímann er gott að geta stokkið í stutta sólarferð til þess að fá smá D-vítamín í kroppinn. Í Evrópu eru þó nokkrir áfangastaðir sem bjóða upp á milt og gott veður yfir vetrartímann. 

Nú, þegar farið er að hausta, er eitt víst. Veturinn er framundan og með vetrinum kemur kuldi og myrkur. Yfir vetrartímann er gott að geta stokkið í stutta sólarferð til þess að fá smá D-vítamín í kroppinn. Í Evrópu eru þó nokkrir áfangastaðir sem bjóða upp á milt og gott veður yfir vetrartímann. 

Condé Nast tók saman sjö áfangastaði í Evrópu með sól og mildu veðri, en á listanum eru áfangastaðir sem bjóða upp á sólríkar strendur en einnig menningu og mikla sögu. 

Kanaríeyjar

Þessi fallegi eyjaklasi í Atlandshafinu er afskaplega vinsæll meðal Íslendinga, ekki síður yfir dimmustu mánuðina. Þar á meðal eru eyjarnar Gran Canaria, Tenerife og Lanzarote sem flestir Íslendingar kannast við. Hitastigið í desember er á bilinu 11 til 21 gráða.

Tenerife.
Tenerife. Ljósmynd/Unsplash/Maria Bobrova

Madeiraeyjar

Um 400 km norður af Kanaríeyjum leynist lítill eyjaklasi sem tilheyrir Portúgal. Eyjan er tilvalin fyrir þá sem þrá ævintýri og spennu. Þar er vinsælt að fara í fjallahjólreiðar og þeir allra djörfustu hafa mikið dálæti á fallhlífastökki með dúndurútsýni yfir eyjarnar. Ótrúlegir klettar, gljúfur og svartar strendur einkenna eyjuna, en í desember er hitastigið þar á bilinu 15 til 20 gráður. 

Madeira eyja.
Madeira eyja. Ljósmynd/Unsplash/Tiago Aguiar

Algarve

Algarve er staðsett í suðurhluta Portúgal. Þar má finna ómótstæðilegar strendur og fallegt landslag. Hitastigið í desember er á bilinu 9 til 18 gráður. 

Algarve í Portúgal.
Algarve í Portúgal. Ljósmynd/Pexels/Jo Kassis

Aþena

Aþena er höfuðborg Grikklands og hinn fullkomni áfangastaður fyrir þá sem elska menningu, enda býr borgin yfir mikilli sögu. Hitastigið í desember er á milli 9 til 15 gráður.

Aþena í Grikklandi.
Aþena í Grikklandi. Ljósmynd/Unsplash/Despine Galani

Grísku eyjarnar

Það er gríðarlega vinsælt að ferðast til eyja Grikklands á sumrin. Hins vegar er ekkert síðra að kíkja á eyjur eins og Santorini, Paros og Milos á veturna. Hitastigið í desember er á bilinu 12 til 17 gráður og því vel hægt að dýfa tánum ofan í tæran sjóinn.  

Milos, Grikklandi.
Milos, Grikklandi. Ljósmynd/Unsplash/David Tip

Sikiley

Sikiley er stærsta eyja Ítalíu og þekkt fyrir mikla fegurð og góðan mat. Sikiley er því hin fullkomna lending fyrir ævintýragjarna matgæðinga sem þrá að komast í smá hita, en hitastigið í desember er á bilinu 11 til 17 gráður. 

Sikiley, Ítalíu.
Sikiley, Ítalíu. Ljósmynd/Pexels/Katarzyna Modrezejewska

Kýpur

Kýpur er eyja austast í Miðjarðarhafi en eyjan er í sérstöku uppáhaldi hjá náttúruunnendum enda náttúran undurfögur og margt að skoða á eyjunni. Vetrarmánuðirnir eru frábær tími til þess að ferðast um Kýpur, en hitastigið í desember er á milli 10 og 19 gráður.

Kýpur.
Kýpur. Ljósmynd/Unsplash/George Lemon
mbl.is