Líkkistan smíðuð fyrir 32 árum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 13. september 2022

Líkkistan smíðuð fyrir 32 árum

Líkkista Elísabetar II Bretadrottningar var smíðuð fyrir að minnsta kosti 32 árum og er smíðuð úr enskri eik, sem orðin ill fáanleg í Bretlandi. Flestar kistur sem smíðaðar eru í dag eru í bandarískri eik.

Líkkistan smíðuð fyrir 32 árum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 13. september 2022

Kistan sem Elísabet II Bretadrottning hvílir í var smíðuð fyrir …
Kistan sem Elísabet II Bretadrottning hvílir í var smíðuð fyrir 32 árum hið minnsta. AFP

Líkkista Elísabetar II Bretadrottningar var smíðuð fyrir að minnsta kosti 32 árum og er smíðuð úr enskri eik, sem orðin ill fáanleg í Bretlandi. Flestar kistur sem smíðaðar eru í dag eru í bandarískri eik.

Líkkista Elísabetar II Bretadrottningar var smíðuð fyrir að minnsta kosti 32 árum og er smíðuð úr enskri eik, sem orðin ill fáanleg í Bretlandi. Flestar kistur sem smíðaðar eru í dag eru í bandarískri eik.

Kista Elísabetar hefur hvílt frá því í gær í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg í Skotlandi eftir að hún var flutt frá Balmoral-kastala, til Holyrood-kastala. Í dag mun breski flugherinn fljúga með kistuna til Lundúna og frá og með morgundeginum mun hún hvíla í Westminster Hall. 

Í kistunni er blý að konunglegri hefð, en það er notað til að varðveita líkið lengur. Blý er sagt gera kistuna loftþétta og koma í veg fyrir að raki komist inn í hana. Af þessum sökum verður hún þó þyngri og munu átta menn bera kistuna. 

Kistan er í sama stíl og kista eiginmanns drottningarinnar, Filippusar hertoga af Edinborg, sem lagður var til hvílu í apríl á síðasta ári. 

Kistan er úr enskri eik.
Kistan er úr enskri eik. AFP
Átta menn bera líkkistuna inn í St. Giles dómkirkjuna í …
Átta menn bera líkkistuna inn í St. Giles dómkirkjuna í Edinborg í gær. AFP
mbl.is