Biden og Bretakonungur ræddust við

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. september 2022

Biden og Bretakonungur ræddust við

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag í fyrsta skipti við Karl III Bretakonung, frá því Elísabet drottning móðir hans lést.

Biden og Bretakonungur ræddust við

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. september 2022

Biden vonast til að eiga góð samskipti við Bretakonung.
Biden vonast til að eiga góð samskipti við Bretakonung. AFP/Mandel Ngan

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag í fyrsta skipti við Karl III Bretakonung, frá því Elísabet drottning móðir hans lést.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag í fyrsta skipti við Karl III Bretakonung, frá því Elísabet drottning móðir hans lést.

Biden vottaði konunginum samúð sína og lagði áherslu á mikilvægi þess að halda áfram góðu sambandi á milli ríkjanna, að fram kemur í tilkynningu frá Hvíta húsinu.

Sagði hann sérstakt samband hafa verið á milli Bandaríkjanna og Bretlands. Það væri ósk hans að þannig héldist það og að hann gæti átt í góðu sambandi við Bretlandskonung, að segir í frétt AFP.

Þá minntist Biden drottningarinnar með hlýju, góðmennsku hennar og gestrisni.

AFP/Martin Meissner
mbl.is