Gagnrýndur fyrir að senda út uppsagnarbréf

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. september 2022

Gagnrýndur fyrir að senda út uppsagnarbréf

Stærsta stéttarfélagið í Bretlandi, Public and commercial services union, hefur gagnrýnt ákvörðun krúnunnar að senda uppsagnarbréf til starfsmanna sem vinna í fyrrum starfsstöðvum Karls III Bretakonungs, Clarence House, á mánudag.

Gagnrýndur fyrir að senda út uppsagnarbréf

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. september 2022

Uppsagnarbréfin voru send út á mánudag á sama tíma og …
Uppsagnarbréfin voru send út á mánudag á sama tíma og bænastund fór fram í Edinborg í Skotlandi. AFP

Stærsta stéttarfélagið í Bretlandi, Public and commercial services union, hefur gagnrýnt ákvörðun krúnunnar að senda uppsagnarbréf til starfsmanna sem vinna í fyrrum starfsstöðvum Karls III Bretakonungs, Clarence House, á mánudag.

Stærsta stéttarfélagið í Bretlandi, Public and commercial services union, hefur gagnrýnt ákvörðun krúnunnar að senda uppsagnarbréf til starfsmanna sem vinna í fyrrum starfsstöðvum Karls III Bretakonungs, Clarence House, á mánudag.

Allt að hundrað starfsmenn Clarence House, þar á meðal fólk sem unnið hefur fyrir Karl í marga áratugi, fengu formlegt uppsagnarbréf á mánudag á sama tíma og bænastund fór fram í Edinborg í Skotlandi. 

Karl tók við völdum á fimmtudagskvöld, skömmu eftir að greint var frá andláti móður hans, Elísabetar II Bretadrottningar. Sem konungur mun Karl færa starfstöðvar sínar til Buckinghamhallar frá Clarence House. 

Bjuggust við breytingum

„Sú ákvörðun Clarence House að senda út uppsagnarbréf á tíma sorgar er ekkert nema grimmileg,“ sagði Mark Serwotka, aðalritari stéttarfélagsins. Hann sagði starfsfólk vissulega hafa búist við breytingum vegna tímamótanna, en hraðinn væri um of.

Í umfjöllun Guardian er bent á að starfsfólk Clarence House sé ekki í neinu stéttarfélagi sem staðið getur við bakið á þeim. 

Breytingarnar innan hallarinnar eru svipaðar og voru þegar drottningarmóðirin lést árið 2002 og þegar Filippus hertogi af Edinborg, faðir Karls, lést á síðasta ári. 

Talskona Clarence House sagði að breytingaferlið hefði hafist undir lok síðustu viku eins og lög geri ráð fyrir. Hún sagði að ekki væri hægt að koma í veg fyrir að nokkrum starfsmönnum yrði sagt upp, en að leitast væri við að finna ný störf innan hallarinnar fyrir flesta.

Heimildamaður AFP sagði að fyrirhugað hafi verið að bíða með að senda út uppsagnarbréfin þar til eftir útför drottningarinnar. Eftir ráðgjöf frá lögfræðingum hafi hins vegar verið ákveðið að senda út tilkynninguna sem fyrst. 

mbl.is