Greiðir ekki skatt af arfinum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. september 2022

Greiðir ekki skatt af arfinum

Karl III Bretakonungur mun ekki greiða skatta af því sem hann erfir frá móður sinni, Elísbet II Bretadrottningu. Hann hefur hins vegar boðist til þess að fylgja fordæmi móður sinnar og greiða skatt af tekjum sínum í framtíðinni. Guardian greinir frá.

Greiðir ekki skatt af arfinum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. september 2022

Karl III Bretakonungur þarf ekki að greiða erfðaskatt.
Karl III Bretakonungur þarf ekki að greiða erfðaskatt. AFP

Karl III Bretakonungur mun ekki greiða skatta af því sem hann erfir frá móður sinni, Elísbet II Bretadrottningu. Hann hefur hins vegar boðist til þess að fylgja fordæmi móður sinnar og greiða skatt af tekjum sínum í framtíðinni. Guardian greinir frá.

Karl III Bretakonungur mun ekki greiða skatta af því sem hann erfir frá móður sinni, Elísbet II Bretadrottningu. Hann hefur hins vegar boðist til þess að fylgja fordæmi móður sinnar og greiða skatt af tekjum sínum í framtíðinni. Guardian greinir frá.

Í Bretlandi er erfðaskattur almennt 40% þegar eignirnar eru metnar á yfir 325 þúsund pund. Í ákvæði frá árinu 1993, sem þáverandi forsætisráðherra John Major samþykkti, þurfa þjóðarleiðtogar, sem erfa þjóðarleiðtoga, ekki að greiða erfðaskatt.

Auðævi bresku krúnunnar eru metnar á 15,2 milljarða sterlingspunda, og fær konungsfjölskyldan um 25% af því beint til sín. Á meðal eigna krúnunnar eru konunglega skjalasafnið og konunglega listasafnið. 

Önnur sem erfa drottninguna munu þurfa að greiða erfðaskatt. 

Karl erfir líka Lancaster hertogadæmið en meginhluti tekna drottningarnar kemur inn í gegnum það. Á síðasta ári voru tekjurnar 22 milljónir sterlingspunda. 

mbl.is