Var við hlið móður sinnar þegar hún lést

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. september 2022

Var við hlið móður sinnar þegar hún lést

Anna prinsessa, eina dóttir Elísabetar II Bretadrottningar og Filippusar hertoga af Edinborg, var við hlið móður sinnar þegar hún lést. Hún segist enn fremur hafa verið svo heppin að fá að verja síðasta sólarhring í lífi hennar með henni. 

Var við hlið móður sinnar þegar hún lést

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. september 2022

Drottningin og dóttir hennar, Anna prinsessa.
Drottningin og dóttir hennar, Anna prinsessa. mbl

Anna prinsessa, eina dóttir Elísabetar II Bretadrottningar og Filippusar hertoga af Edinborg, var við hlið móður sinnar þegar hún lést. Hún segist enn fremur hafa verið svo heppin að fá að verja síðasta sólarhring í lífi hennar með henni. 

Anna prinsessa, eina dóttir Elísabetar II Bretadrottningar og Filippusar hertoga af Edinborg, var við hlið móður sinnar þegar hún lést. Hún segist enn fremur hafa verið svo heppin að fá að verja síðasta sólarhring í lífi hennar með henni. 

„Það hefur verið heiður og forréttindi að fá að fylgja henni á hennar síðustu ferðalögum. Það er upplyftandi og ég fyllist auðmýkt þegar ég verð vitni að ástinni og virðingunni sem fólk hefur sýnt henni á þessu ferðalagi,“ skrifaði Anna í formlegri tilkynningu í gær.

Hún sagðist þakklát fyrir allan þann stuðning sem hún og fjölskyldan hafi fengið síðustu daga og þann stuðning sem Karl bróðir hennar hafi fengið. Hún endar bréfið á því að þakka móður sinni fyrir allt. 

mbl.is