Xi Jinping og Pútín munu funda um Úkraínu

Úkraína | 14. september 2022

Xi Jinping og Pútín munu funda um Úkraínu

Xi Jinping, forseti Kína, og Vladimír Pútín forseti Rússlands, munu funda á morgun og á föstudaginn þar sem þeir munu meðal annars ræða innrás Rússland í Úkraínu.

Xi Jinping og Pútín munu funda um Úkraínu

Úkraína | 14. september 2022

Vladimír Pútín forseti Rússlands og Xi Jinping forseti Kína.
Vladimír Pútín forseti Rússlands og Xi Jinping forseti Kína. AFP/Alexei Druzhinin

Xi Jinping, forseti Kína, og Vladimír Pútín forseti Rússlands, munu funda á morgun og á föstudaginn þar sem þeir munu meðal annars ræða innrás Rússland í Úkraínu.

Xi Jinping, forseti Kína, og Vladimír Pútín forseti Rússlands, munu funda á morgun og á föstudaginn þar sem þeir munu meðal annars ræða innrás Rússland í Úkraínu.

Fréttastofa BBC greinir frá þessu.

Xi Jinping og Pútín munu funda í Úsbekistan um alþjóðamál og innlend málefni samkvæmt tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum. Mun þetta verða fyrsta ferð Xi Jinping út fyrir landsteinanna síðan að kórónuveirufaraldurinn skall á.

Á fundinum verða einnig leiðtogar frá Indlandi, Pakistan, Tyrklandi og Íran. 

mbl.is