Vilja gera dánardag drottningar að frídegi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 15. september 2022

Vilja gera dánardag drottningar að frídegi

Yfir 130 þúsund manns hafa skrifað undir lista þess efnis að gera dánardag Elísabetar II. Bretadrottningar, 8. september, að almennum frídegi í Bretlandi. 

Vilja gera dánardag drottningar að frídegi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 15. september 2022

Bretar vilja gera dánardag drottningarinnar að almennum frídegi.
Bretar vilja gera dánardag drottningarinnar að almennum frídegi. AFP

Yfir 130 þúsund manns hafa skrifað undir lista þess efnis að gera dánardag Elísabetar II. Bretadrottningar, 8. september, að almennum frídegi í Bretlandi. 

Yfir 130 þúsund manns hafa skrifað undir lista þess efnis að gera dánardag Elísabetar II. Bretadrottningar, 8. september, að almennum frídegi í Bretlandi. 

John nokkur Harris stofnaði undirskriftarlistann inni á síðunni Change.org og skrifaði: „Ég tel að við þurfum að fá nýjan almennan frídag til að heiðra líf magnaðasta þjóðhöfðingja okkar, dagur Elísabetar drottningar. Dagur þar sem þjóðin kemur saman og fagnar lífi drottningarinnar, og heiðrar konungsfjölskylduna okkar.“

Þar að auki benti hann á að í Bretlandi séu færri almennir frídagar en í flestum Evrópulöndum. Í Bretlandi séu einungis átta dagar, en í Frakklandi séu þeir ellefu á ári og á Spáni séu þeir fjórtán. 

mbl.is