Engum verði hleypt í biðröðina næstu sex tímana

Elísabet II. Bretadrottning | 16. september 2022

Engum verði hleypt í biðröðina næstu sex tímana

Biðröð fólks að kistu Elísabetar II Bretlandsdrottningar hefur nú náð hámarki og hefur breska ríkisstjórnin tilkynnt að engum verði hleypt í röðina næstu sex klukkutímana. 

Engum verði hleypt í biðröðina næstu sex tímana

Elísabet II. Bretadrottning | 16. september 2022

Biðröðin að kistu drottningarinnar hefur náð hámarki.
Biðröðin að kistu drottningarinnar hefur náð hámarki. AFP/Carl de Souza

Biðröð fólks að kistu Elísabetar II Bretlandsdrottningar hefur nú náð hámarki og hefur breska ríkisstjórnin tilkynnt að engum verði hleypt í röðina næstu sex klukkutímana. 

Biðröð fólks að kistu Elísabetar II Bretlandsdrottningar hefur nú náð hámarki og hefur breska ríkisstjórnin tilkynnt að engum verði hleypt í röðina næstu sex klukkutímana. 

Er fólk beðið um að gera ekki tilraun til að fara í biðröðina þangað til aðgangur að henni hefur verið opnaður aftur.

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína til London, höfuðborgar Englands, til að votta drottningunni virðingu sína. Langar biðraðir hafa myndast við Westminster þar sem kista hennar liggur. 

Mikil öryggisgæsla er í miðborginni vegna fólksfjöldans. Í morgun voru tveir lögreglumenn fluttir á sjúkrahús eftir að hafa verið stungnir með hníf við Leicester-torg, skammt frá staðnum þar sem raðirnar eru.

mbl.is