„Merkileg upplifun að vera hérna“

Kóngafólk í fjölmiðlum | 17. september 2022

„Merkileg upplifun að vera hérna“

Það var aldrei spurning í huga Hörpu Hrundar Berndsen, áhugakonu um bresku konungsfjölskylduna, að fara út til Lundúna þegar útför Elísabetar II. Bretadrottningar yrði gerð. Harpa kom til Lundúna á fimmtudag og fer að sjá kistuna í Westminster Hall á morgun, sunnudag. 

„Merkileg upplifun að vera hérna“

Kóngafólk í fjölmiðlum | 17. september 2022

Harpa Hrund Berndsen segir ekki annað hafa komið til greina …
Harpa Hrund Berndsen segir ekki annað hafa komið til greina en að fara út.

Það var aldrei spurning í huga Hörpu Hrundar Berndsen, áhugakonu um bresku konungsfjölskylduna, að fara út til Lundúna þegar útför Elísabetar II. Bretadrottningar yrði gerð. Harpa kom til Lundúna á fimmtudag og fer að sjá kistuna í Westminster Hall á morgun, sunnudag. 

Það var aldrei spurning í huga Hörpu Hrundar Berndsen, áhugakonu um bresku konungsfjölskylduna, að fara út til Lundúna þegar útför Elísabetar II. Bretadrottningar yrði gerð. Harpa kom til Lundúna á fimmtudag og fer að sjá kistuna í Westminster Hall á morgun, sunnudag. 

„Það er svo merkileg upplifun að vera hérna á þessari stundu,“ segir Harpa í viðtali við mbl.is. Gærdeginum eyddi út á göngu um borgina. Hún fór að Buckinghamhöll og í Green Park. 

„Þetta var bara svo rosalega skrítið. Það var allt voðalega rólegt og allir einhvernvegin svolítið íhugulir. Maður gat ekki annað en tárast við að vera þarna og sá hversu miklu máli hún skipti fyrir allt þetta fólk,“ sagði Harpa en í bæði Green Park og Hyde Park eru svæði þar sem fólk getur lagt blóm, kerti og kort til minningar um drottninguna. Blóm sem lögð eru við Buckinghamhöll eru færð yfir í garðana. 

Harpa fór snemma út á föstudagsmorgun og frekar fáir voru á ferli. Hún segir ótrúlega skrítið að sjá breska fánann dreginn í hálfa stöng við höllina.

Harpa skoðaði blómin í Green Park.
Harpa skoðaði blómin í Green Park. Ljósmynd/Harpa Hrund Berndsen

Fara að kistunni á sunnudagskvöld

Vinkona Hörpu kemur út á sunnudag og fara þær að kistunni í Westminster Hall á sunnudagskvöldið. „Við ætlum að votta henni virðingu okkar á sunnudagskvöldið. Svo verður lítið sofið þá nótt. Við ætlum að vera komnar út um nóttina til að ná góðum stað við götuna á mánudag til að sjá þetta allt saman,“ segir Harpa. 

Á göngu sinni um borgina í gær sá Harpa röðina sem liðast meðfram bökkum Thames. „Allir eru svo slakir. Ekkert stress, fólk bara bíður pollrólegt. Og einhverjir eru samt búnir að bíða í þrjá daga,“ segir Harpa. 

Aldrei spurning um að fara út

„Ég var hérna í sumar á krýningarafmælinu og þá sá maður að hún var orðin frekar heilsuveil. Frænka mín býr hérna úti og ég sagði við hana þá að við sæjumst örugglega bara næst þegar jarðarförin væri. Ég hef alltaf ætlað að koma út fyrir þetta,“ segir Harpa sem hefði líka farið út í útför Filippusar hertoga af Edinborg á síðasta ári, ef ekki hefði verið fyrir heimsfaraldurinn. 

„Ég fór þegar Harry og Meghan giftu sig til Windsor. Verandi svona mikill royalisti hefði ég ekki viljað missa af því að vera hérna núna,“ segir Harpa. 

Það er mikil ró yfir röðinni að sögn Hörpu.
Það er mikil ró yfir röðinni að sögn Hörpu. AFP

Sá drottninguna fyrst fyrir 20 árum

Harpa fór einnig út í 50 ára krýningarafmæli drottningarinnar, en þá ferðaðist drottningin um landið og heilsaði upp á þjóð sína. „Þá fórum við og hittum hana í Preston. Síðan hef ég séð hana á viðburðum þar sem henni bregður fyrir, en ekki í svona miklu návígi eins og Preston. Við tókum ekki í höndina á henni, en við gátum sagt „good morning“. Hún labbaði bara alveg við okkur þarna,“ segir Harpa. 

Drottningin lést hinn 8. september síðastliðinn. „Fyrst þegar tilkynningin kom hugsaði ég bara að hún væri dáin. Það hefur auðvitað ekki verið gefinn út nákvæmur tími hvenær það var sem hún deyr. En þetta var svo rosalega óvenjulegt að höllin gæfi út tilkynningu sem varðar heilsu hennar,“ segir Harpa. 

Margir hafa skilið eftir Paddington-bangsa í Green Park.
Margir hafa skilið eftir Paddington-bangsa í Green Park. Ljósmynd/Harpa Hrund Berndsen

Um leið og hún sá fréttirnar af því að fjölskyldan væri öll á leið til Skotlands vissi hún í hvað stefndi. „Auðvitað var hún 96 ára gömul kona en maður hélt hún yrði bara eilíf,“ segir Harpa og bætir við að eftir andlát Filippusar í apríl á síðasta ári hafi hún alveg búist við því að drottningin færi ekki svo löngu á eftir honum.

Harpa segir skrítið að sjá breska fánann dreginn í hálfa …
Harpa segir skrítið að sjá breska fánann dreginn í hálfa stöng við Buckinghamhöll. Ljósmynd/Harpa Hrund Berndsen

Ánægð með ræðu nýja konungsins

Spurð út í það hvernig henni lítist á Karl III. Bretakonung og hvernig honum muni vegna í starfi segir Harpa að hann verði örugglega bara ágætur. 

„Hann er búinn að hafa nægan undirbúningstíma. Ég held hann verði bara ágætur, ég var allavega ánægð með ræðuna hans. En það er auðvitað erfitt fyrir hann að feta í fótspor móður sinnar. Hún er búin að vera svo lengi og dáð af svo mörgum,“ segir Harpa. 

Harpa telur að Karl III. verði ágætur konungur.
Harpa telur að Karl III. verði ágætur konungur. AFP

„Mér sýnist á öllu að fólk sé að taka honum vel og kallað á götum úti lengi lifi konungurinn. þannig ég held hann muni bara standa sig ágætlega, en ég held hann verði ekki jafn gamall og mamma sín,“ segir Harpa. 

Spurð hvort hún ætli aftur út til Bretlands þegar Karl verður krýndur segir Harpa: „Það er aldrei að vita. Það er ekkert ákveðið.“

Ljósmynd/Harpa Hrund Berndsen
mbl.is