Systur sem rífast ekki í ræktinni

Heilsurækt | 17. september 2022

Systur sem rífast ekki í ræktinni

Systurnar Sirrý og Pála Hallgrímsdætur æfa reglulega saman í Kramhúsinu. Líkamsræktin skiptir þær miklu máli og þær reyna að koma einhvers konar hreyfingu sem oftast að. 

Systur sem rífast ekki í ræktinni

Heilsurækt | 17. september 2022

Sirrý Hallgrímsdóttir og Pála Hallgrímsdóttir æfa saman í Kramhúsinu þar …
Sirrý Hallgrímsdóttir og Pála Hallgrímsdóttir æfa saman í Kramhúsinu þar sem gleðin ræður ríkjum. Eggert Jóhannesson

Systurnar Sirrý og Pála Hallgrímsdætur æfa reglulega saman í Kramhúsinu. Líkamsræktin skiptir þær miklu máli og þær reyna að koma einhvers konar hreyfingu sem oftast að. 

Systurnar Sirrý og Pála Hallgrímsdætur æfa reglulega saman í Kramhúsinu. Líkamsræktin skiptir þær miklu máli og þær reyna að koma einhvers konar hreyfingu sem oftast að. 

Trylltar dansæfingar með Jane Fonda ívafi

„Það að hafa gaman af líkamsræktinni skiptir öllu máli og að velja sér þá tegund af líkamsrækt sem veitir útrás og gleði. Þess vegna er Kramhúsið svo frábær staður. Kramhúsið býður upp á fjölbreytilega tegund af hreyfingu, yoga, dans og allt þar á milli. Ég hef mikla unun af dansi og hef því valið að mæta í Flex-body til hennar Siggu Ásgeirs hvar ég gleymi stað og stund í tryllum dansæfingum undir geggjaðri tónlist í sæluvímu,“ segir Sirrý og Pála tekur undir það.

„Já, ég myndi segja að líkamsrækt væri mjög mikilvæg fyrir mig og hef ég stundað hana af kappi, bæði utan- sem innan dyra frá því ég var barn. Ég er mikil hestakona og keppti lengi í hestamennsku. Tímarnir hjá Siggu Ásgeirs eru fullkomið sambland af líkamsrækt, dansi, góðri tónlist með smá Jane Fonda Jazzballett ívafi. Orkan og flæðið í tímunum er einstakt. Þetta er meira en bara hreyfing,“ segir Pála.

Tímarnir í Kramhúsinu eru fjölbreyttir og skemmtilegir og gefur systrunum …
Tímarnir í Kramhúsinu eru fjölbreyttir og skemmtilegir og gefur systrunum orku út daginn. Eggert Jóhannesson

Sækja í gleði og góða strauma

Aðspurðar um af hverju Kramhúsið varð fyrir valinu nefna þær orkuna sem einkennir staðinn.

Það má segja að töfrar Kramhússins hafi náð vel til okkar beggja. Við elskum báðar mikla hreyfingu og sækjumst í gleði og góða strauma. Það var því tilvalið fyrir okkur systurnar að dansa saman. Okkur finnst það ekki leiðinlegt. Við dönsum oft saman,“ segir Sirrý.

Það er allt önnur orka þar en í venjulegum líkamsræktarstöðvum. Þetta er meira eins og betrunartími, en bara að skreppa í ræktina. Í Kramhúsinu er svo mikil gleði, skapandi orka og tímarnir sem við höfum sótt saman endurspegla það. Við förum í hádeginu, sem gerir allan daginn betri fyrir mig. Einnig er gaman að hafa alltaf fasta tíma sem við hittumst, ekki í hefðbundnum fjölskyldu hittingum,“ segir Pála.

Líður eins og dívum

Systurnar fá mikla útrás í tímunum Flex Body.

Það er ekkert skemmtilegra en að gera dansæfingarnar hennar Siggu. Okkur líður öllum eins og dívum í tímunum hjá henni. Það er svona örlítill Jane Fonda fílingur í þessu hjá henni, áreynsla og dans. Andleg og líkamleg næring. Það er líka mikið hlegið og svo ræðum við í sturtunni þau mál sem helst eru í brennideplinum. Hasar alla leið,“ segir Sirrý.

Sirrý og Pála eru duglegar að mæta í ræktina og …
Sirrý og Pála eru duglegar að mæta í ræktina og elska að dansa saman. Eggert Jóhannesson

Engir ókostir við að æfa með systur sinni

Systurnar eru ánægðar með að æfa saman og passa upp á að þær slái ekki slöku við.

Það eru bara kostir, okkur finnst gaman að vera saman en ég auðvitað píska hana áfram. Passa að hún slái ekki slöku við. Það geri ég með einbeittu augnaráði sem hún ein skilur. Enda litla systir, hún þekkir þetta,“ segir Sirrý og hlær. Pála er sama sinnis. „Við erum báðar metnaðargjarnar í ræktinni, þannig að það ýtir við manni að hafa stóru systur þarna hinu megin við kennarann. Það virkar hvetjandi á mig,“ segir Pála.

Hafa ekki rifist í ræktinni - enn þá!

Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort þær hafi einhvern tímann rifist í ræktinni?

Nei, það hefur nú ekki komið fyrir ennþá, við höfum hagað okkur nokkuð vel - mesta furða. En hver veit hvað haustið ber í skauti sér. Öllu gríni slepptu, þá er alltaf gaman hjá okkur, yndislegt að æfa saman og tímarnir frábærir í Kramhúsinu,“ segir Pála og Sirrý tekur í sama streng. 

„Kannski helst að ég á það til að gleyma handklæði og þurfa að notast við hennar. Kannski lendum við í handklæða slag - hver veit hvað gerist í framtíðinni,“ segir Sirrý.

Best að gera líkamsrækt hluta af rútínunni

Systurnar luma á mörgum góðum ráðum fyrir fólk sem vill koma sér af stað í ræktinni.

„Ég mæli fyrst og fremst með að velja sér æfingar sem fólk hefur gaman af að stunda. Það er lykillinn að árangri og til þess að líkamsræktin verði hluti af lífinu. Þegar líkamsræktin gefur manni eitthvað, til dæmis með góðum félagsskap og góðri orku, eins og við erum að upplifa að æfa saman í Kramhúsinu. Einnig er sniðugt að hugsa út í praktíska hluti eins og fjarlægð og þægindi þegar verið er að velja æfingar og líkamsrækt. Best er að gera líkamsrækt hluta af rútínunni,“ segir Pála.

„Bara byrja á einhverju sem þú heldur að sé skemmtilegt og svo fikrar maður sig áfram. Aðalmálið er að mæta, koma sér í gegnum fyrstu vikurnar og þá verður hreyfingin fljótt partur af daglegri rútínu. Það gerist bara af sjálfum sér þegar maður er komin af stað. Skemmtilega við t.d Kramhúsið er að þar er eitthvað fyrir alla,“ segir Sirrý að lokum.

Flex Body tímarnir eru í miklu uppáhaldi hjá systrunum.
Flex Body tímarnir eru í miklu uppáhaldi hjá systrunum. Eggert Jóhannesson
mbl.is