Konungurinn þakkar stuðninginn

Kóngafólk í fjölmiðlum | 18. september 2022

Konungurinn þakkar stuðninginn

Karl III. Bretakonungur þakkaði í dag fyrir stuðninginn sem almenningur hefur sýnt syrgjandi konungsfjölskyldunni.

Konungurinn þakkar stuðninginn

Kóngafólk í fjölmiðlum | 18. september 2022

Karl þriðji Bretakonungur.
Karl þriðji Bretakonungur. AFP

Karl III. Bretakonungur þakkaði í dag fyrir stuðninginn sem almenningur hefur sýnt syrgjandi konungsfjölskyldunni.

Karl III. Bretakonungur þakkaði í dag fyrir stuðninginn sem almenningur hefur sýnt syrgjandi konungsfjölskyldunni.

 „Þegar við búum okkur undir að kveðja í hinsta sinn, vildi ég einfaldlega nota tækifærið og þakka öllum þeim óteljandi einstaklingum sem hafa verið fjölskyldu minni og sjálfum mér mikill stuðningur og huggun á þessari sorgarstund,“ sagði konungurinn í yfirlýsingu frá Buckinghamhöll.

Þá sagði Karl að hann og eiginkona hans, Kamilla drottning, hefðu verið „svo djúpt snortin“ yfir þeim samúðar- og stuðningsskilaboð sem þau hafa fengið bæði frá Bretlandi og um allan heim.

Einnar mínútu þögn var í Bretlandi í dag til að minnast Elísabetar Bretadrottningar en útför hennar fer fram á morgun frá Westminster Abbey í Lundúnum.

„Við vorum óneitanlega hrærð yfir öllum þeim sem lögðu það á sig að koma og votta ævilangri þjónustu kæru móður minnar, drottningarinnar, virðingu sína,“ sagði í yfirlýsingu konungsins.

mbl.is