Guðni: Karl minntist á Íslandsheimsóknina

Elísabet II. Bretadrottning | 19. september 2022

Guðni: Karl minntist á Íslandsheimsóknina

„Þetta var auðvitað áhrifamikil stund, útför Bretadrottningar, og söguleg. Það var borinn til hinstu hvílu þjóðhöfðingi sem hefur gegnt sínu embætti af samviskusemi, skyldurækni og dugnaði í rúm 70 ár,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við mbl.is.

Guðni: Karl minntist á Íslandsheimsóknina

Elísabet II. Bretadrottning | 19. september 2022

Guðni og Eliza hér á mynd ásamt meðal annars Joe …
Guðni og Eliza hér á mynd ásamt meðal annars Joe Biden Bandaríkjaforseta og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. AFP

„Þetta var auðvitað áhrifamikil stund, útför Bretadrottningar, og söguleg. Það var borinn til hinstu hvílu þjóðhöfðingi sem hefur gegnt sínu embætti af samviskusemi, skyldurækni og dugnaði í rúm 70 ár,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við mbl.is.

„Þetta var auðvitað áhrifamikil stund, útför Bretadrottningar, og söguleg. Það var borinn til hinstu hvílu þjóðhöfðingi sem hefur gegnt sínu embætti af samviskusemi, skyldurækni og dugnaði í rúm 70 ár,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við mbl.is.

Guðni og Eliza Reid forsetafrú voru viðstödd útför Elísabetar II. Bretadrottningar í Westminster Abbey í Lundúnum í dag. Drottningin lést þann 8. september.

Guðni segir að viðburðurinn hafi verið sögulegur en þar voru saman komnir þjóðhöfðingjar og fulltrúar fjölmargra landa, svo ekki sé minnst á konungsfjölskylduna sjálfa.

„Það var heiður fyrir mig og Elizu, konuna mína, að vera í útförinni fyrir Íslands hönd,“ segir hann.

Karl Bretakonungur og sonur hans Vilhjálmur Bretaprins við útförina í …
Karl Bretakonungur og sonur hans Vilhjálmur Bretaprins við útförina í dag. AFP

Minntist á heimsókn drottningar

Guðni bætir við að forsetahjónin hafi hitt Karl Bretakonung í móttöku sem hann boðaði til í gærkvöldi. Minntist Karl þar á heimsókn drottningar til Íslands.

„Ég nefndi það hversu vel hefði verið tekið eftir því heima að hún naut þess mjög að fylgjast með íslenska hestinum og kunni allt um hann, fimm gangtegundir og hvaðeina.“

Guðni segir að Bretakonungur hafi verið viðkunnanlegur og vonar hann að honum farnist vel.

Athygli vakti í dag að Guðni og Eliza sátu framar en Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetafrúin Jill Biden.

Spurður hvað hafi ráðið sætaskipan í útförinni kveðst Guðni þykjast vita að það hafi verið stafrófsröðin.

„Mér þykir það rökrétt því við Eliza sátum við hliðina á forseta Írlands og forsetafrú, í námunda við forseta Frakklands og forseta Ungverjalands. Forseti Ítalíu var líka í námunda við okkur, forseti Kýpur var fyrir framan okkur og forseti Bandaríkjanna fyrir aftan okkur.“

Tandurhreint í miðborginni

Guðni segir einnig að það hafi verið með eindæmum hreint í miðborg Englands í dag.

„Maður sá ekki ruslsnifsi á götum hér. Alveg ótrúlegt miðað við þann aragrúa fólks sem var hér að fylgjast með útförinni, bæði í Hyde Park og víða í miðborginni.“

„Þetta var alveg einstaklega vel skipulögð athöfn í alla staði, greinilega,“ segir Guðni en hann og Eliza fljúga aftur heim til Íslands síðar í kvöld.

mbl.is