Aftur til Bandaríkjanna hið fyrsta

Elísabet II. Bretadrottning | 20. september 2022

Aftur til Bandaríkjanna hið fyrsta

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja dvöldu í Windsor-kastala liðna nótt. Búist er við því að hjónin snúi aftur til Kaliforníu í Bandaríkjunum hið fyrsta, en þar eru þau búsett. Dvöl þeirra í Bretlandi lengdist umtalsvert vegna andláts drottningarinnar, en Elísabet II. Bretadrottning var amma Harrys.

Aftur til Bandaríkjanna hið fyrsta

Elísabet II. Bretadrottning | 20. september 2022

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja munu snúa aftur til Bandaríkjanna …
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja munu snúa aftur til Bandaríkjanna hið fyrsta. AFP

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja dvöldu í Windsor-kastala liðna nótt. Búist er við því að hjónin snúi aftur til Kaliforníu í Bandaríkjunum hið fyrsta, en þar eru þau búsett. Dvöl þeirra í Bretlandi lengdist umtalsvert vegna andláts drottningarinnar, en Elísabet II. Bretadrottning var amma Harrys.

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja dvöldu í Windsor-kastala liðna nótt. Búist er við því að hjónin snúi aftur til Kaliforníu í Bandaríkjunum hið fyrsta, en þar eru þau búsett. Dvöl þeirra í Bretlandi lengdist umtalsvert vegna andláts drottningarinnar, en Elísabet II. Bretadrottning var amma Harrys.

Hjónin komu til Bretlands hinn 3. september til þess að vera viðstödd afhendingu WellChild-verðlaunanna. Ferðaðist svo Harry einnig til Þýskalands stuttlega. Að morgni 8. september var svo óvænt tilkynnt um að heilsu drottningarinnar hefði hrakað og fór Harry til Skotlands til að kveðja hana. Við tók tíu daga dagskrá í kjölfar andláts hennar.

Harry og Meghan eiga saman tvö börn, Archie og Lilibet. Þau hafa dvalið í Bandaríkjunum á meðan foreldrarnir hafa sinnt erindum sínum í Bretlandi.

Harry og Meghan í Westminster Hall í síðustu viku.
Harry og Meghan í Westminster Hall í síðustu viku. AFP
mbl.is