Kóngurinn og Kamilla til Skotlands

Elísabet II. Bretadrottning | 20. september 2022

Kóngurinn og Kamilla til Skotlands

Karl III. Bretakonungur og eiginkona hans Kamilla drottning, flugu í dag norður til Skotlands. Hjónin sáust fara frá RAF Norholt-flugvellinum í morgun, en þau flugu norður á einkaþotu sinni til Aberdeen. Gert er ráð fyrir að þau munu heimsækja Balmoral-kastala þar sem móðir hans Elísabet II. Bretadrottning lést hinn 8. september. 

Kóngurinn og Kamilla til Skotlands

Elísabet II. Bretadrottning | 20. september 2022

Karl Bretakonungur er á leið til Skotlands.
Karl Bretakonungur er á leið til Skotlands. AFP

Karl III. Bretakonungur og eiginkona hans Kamilla drottning, flugu í dag norður til Skotlands. Hjónin sáust fara frá RAF Norholt-flugvellinum í morgun, en þau flugu norður á einkaþotu sinni til Aberdeen. Gert er ráð fyrir að þau munu heimsækja Balmoral-kastala þar sem móðir hans Elísabet II. Bretadrottning lést hinn 8. september. 

Karl III. Bretakonungur og eiginkona hans Kamilla drottning, flugu í dag norður til Skotlands. Hjónin sáust fara frá RAF Norholt-flugvellinum í morgun, en þau flugu norður á einkaþotu sinni til Aberdeen. Gert er ráð fyrir að þau munu heimsækja Balmoral-kastala þar sem móðir hans Elísabet II. Bretadrottning lést hinn 8. september. 

Einnig er gert ráð fyrri að þau muni dvelja í Birkhall. Birkhall er eign hans í Aberdeenskíri í Skotlandi, en húsið var áður í eigu drottningarmóðurinnar. 

Þjóðarsorg ríkir ekki lengur í Bretlandi, en enn er sorgartímabil í bresku konungsfjölskyldunni. Það þýðir að fjölskyldan mun ekki sinna opinberum skyldum sínum fyrr en vika er liðin frá útför drottningarinnar, sem fór fram í gær.

Táknrænt að fara til Skotlands

Skoska sveitin var Elísabetu drottningu mjög kær og er alltaf talað um að hún hafi verið mikil sveitakona inn við beinið. Átti hún sínar bestu stundir í Balmoral-kastala, bæði í æsku og seinna í lífinu þegar öll fjölskyldan dvaldi þar í sumarfríum sínum. 

Konungsfjölskyldan birti einmitt gamla mynd af drottningunni, þar sem hún sést ganga í sveitinni sinni við Balmoral-kastala. 

Þykir það ansi táknrænt að konungurinn hafi ákveðið að halda til Skotlands eftir útför móður sinnar. Á síðasta ári þegar faðir hans Filippus hertogi lést, valdi hann að eyða vikunni eftir útför hans í sveitasetri sínu í Wales. 

mbl.is