Þurfum að búa okkur undir aðra Covid-bylgju

Kórónuveiran COVID-19 | 20. september 2022

Þurfum að búa okkur undir aðra Covid-bylgju

Lyfjastofnun Evrópu segir Covid-faraldurinn enn standa yfir þrátt fyrir að nýjum tilfellum og dauðsföllum af völdum veirunnar hafi fækkað mikið. Ríki Evrópu eru því hvött til að bjóða fólki upp á örvunarskammt fyrir veturinn, að fram kemur í frétt AFP.

Þurfum að búa okkur undir aðra Covid-bylgju

Kórónuveiran COVID-19 | 20. september 2022

Ríki Evrópu eru hvött til að bjóða upp á örvunarbólusetningu.
Ríki Evrópu eru hvött til að bjóða upp á örvunarbólusetningu. AFP/Andrew Matthews

Lyfjastofnun Evrópu segir Covid-faraldurinn enn standa yfir þrátt fyrir að nýjum tilfellum og dauðsföllum af völdum veirunnar hafi fækkað mikið. Ríki Evrópu eru því hvött til að bjóða fólki upp á örvunarskammt fyrir veturinn, að fram kemur í frétt AFP.

Lyfjastofnun Evrópu segir Covid-faraldurinn enn standa yfir þrátt fyrir að nýjum tilfellum og dauðsföllum af völdum veirunnar hafi fækkað mikið. Ríki Evrópu eru því hvött til að bjóða fólki upp á örvunarskammt fyrir veturinn, að fram kemur í frétt AFP.

„Nú nálgast haustið óðfluga og við verðum að búa okkur undir aðra bylgju tilfella, í takt við það sem við höfum séð gerast síðustu tvö ár,“ sagði Marco Cavaleri, yfirmaður bólusetninga hjá Lyfjastofnun Evrópu, á blaðamannafundi fyrr í dag. Það væri því mikilvægt að reyna að fyrirbyggja útbreiðslu faraldursins eftir bestu getu.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur hins vegar sagt faraldinum lokið í Bandaríkjunum. Hann lýsti því í yfir í viðtali sem birtist í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum á sunnudag. Sagði hann að enn væru ýmsar aðgerðir í gangi í tengslum við Covid-19, en faraldrinum sem slíkum væri lokið þar í landi.

mbl.is