Herkvaðningin veikleikamerki

Úkraína | 21. september 2022

Herkvaðningin veikleikamerki

Herkvaðningin sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti í morgun er veikleikamerki. Þetta segir sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu. 

Herkvaðningin veikleikamerki

Úkraína | 21. september 2022

Frá varnarmálaráðuneyti Rússa í Moskvu.
Frá varnarmálaráðuneyti Rússa í Moskvu. AFP

Herkvaðningin sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti í morgun er veikleikamerki. Þetta segir sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu. 

Herkvaðningin sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti í morgun er veikleikamerki. Þetta segir sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu. 

„Gervi-atkvæðagreiðsla og herkvaðning eru veikleikamerki, merki um misheppnaðar aðgerðir Rússa,“ tísti Bridget Brink, sendiherra. 

„Bandaríkin munu aldrei viðurkenna innlimun Rússlands á úkraínsku landsvæði og við munum standa með Úkraínu eins lengi og þarf,“ sagði hún einnig í tístinu. 

Ráðgjafi Volodomírs Selenskís, forseta Úkraínu, Míkhaíló Podolíak, gerði grín að herkvaðningunni á twitter-reikningi sínum: 

Sem lauslega má þýða sem: 

Dagur 210 af „þriggja daga stríðinu“. Rússar sem heimta að Úkraína verði lögð í rúst sitja uppi með: 

1. Herkvaðningu

2. Lokuð landamæri, læsta bankareikninga

3. Fangelsisdóm fyrir að flýja

Gengur enn allt samkvæmt áætlun? Lífið og frábæri húmor þess.

mbl.is