Íslenskum fjölmiðlum boðið í eftirlit til Úkraínu

Úkraína | 21. september 2022

Íslenskum fjölmiðlum boðið í eftirlit til Úkraínu

Tíu íslenskum fjölmiðlum barst í gær boð frá Konráð Magnússyni um þátttöku í ferð til hernumdra svæða í Úkraínu, þar sem leppstjórnir hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland.

Íslenskum fjölmiðlum boðið í eftirlit til Úkraínu

Úkraína | 21. september 2022

mbl.is/Kristinn Magnússon

Tíu íslenskum fjölmiðlum barst í gær boð frá Konráð Magnússyni um þátttöku í ferð til hernumdra svæða í Úkraínu, þar sem leppstjórnir hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland.

Tíu íslenskum fjölmiðlum barst í gær boð frá Konráð Magnússyni um þátttöku í ferð til hernumdra svæða í Úkraínu, þar sem leppstjórnir hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland.

Konráð segir í samtali við mbl.is að ferðin sé í boði sérstaks sjóðs á vegum rússneska stjórnvalda. Hann verði sjálfur aðstoðarmaður og tengiliður í ferðinni en sé ekki að þiggja greiðslu frá sjóðnum fyrir. 

Spurður hvort að hann sé því sjálfboðaliði hjá sjóðnum, segir hann að hann sé einfaldlega að gera vinum greiða með því að annast ferðina og bjóða í hana. 

Konráð segir að vegabréfsáritanir verði gefnar út fyrir þá blaðamenn sem kunna að þiggja boðið, flug og uppihald greitt og ströng öryggisgæsla í boði. Spurður segir hann öruggt að hægt sé að útvega vegabréfsáritanir með litlum fyrirvara. 

Áætlað er að halda út á morgun, til Lundúna, fljúga svo til Istanbúl í Tyrklandi og þaðan til Moskvu í Rússlandi. Sérstakt flug fyrir blaðamenn yrði þá frá Moskvu til Luhansk en atkvæðagreiðslan á að hefjast á sunnudaginn. 

Spurður nánar út í tengsl sín við sjóðinn sem býður í ferðina segir Konráð að hann hafi mikil tengsl bæði við Úkraínu og Rússland. Hann hafi kynnst starfsemi sjóðsins fyrir um 10 árum „og verið í sambandi við þá í tengslum um ýmis mál“. Þá segir hann stjórnanda sjóðsins góða vinkona til fjölda ára. 

Konráð segist engan styðja í stríðinu í Úkraínu. „Ég er algjörlega hlutlaus í þessu máli. Mín hvatning er sú að ég fái með mér fréttamenn sem geta skrifað raunverulegar fréttir, þar sem taka sjálfir viðtöl og sjá – en ekki, það sem hefur verið allt of mikið af, skrifa upp fréttir frá erlendum miðlum sem ekki eru alltaf réttar. Að fólk geti komið að myndað sér eigin skoðun eftir eigin sannfæringu.“

Hann segir að enn hafi enginn miðill þegið boðið en að hann sé bjartsýnn á að einhverjir hafi samband í dag. 

mbl.is