Varalið Rússa illa þjálfað og óhæft

Úkraína | 21. september 2022

Varalið Pútíns mun minna en haldið er fram

Ólíklegt þykir að þeir sem nú verða kvaddir í her Rússlands séu hermenn í þeim gæðaflokki sem hernaðarátök krefjast. Enda bendir fátt til að Rússland hafi 300 þúsund manna varalið sem þarlend yfirvöld segjast nú vera að kalla út til að berjast á vígvellinum í Úkraínu, líklega hafa aðeins örfáir fengið viðeigandi þjálfun.

Varalið Pútíns mun minna en haldið er fram

Úkraína | 21. september 2022

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, og Vladímír Pútín, forseti landsins. Fátt …
Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, og Vladímír Pútín, forseti landsins. Fátt bendir til að nýleg herkvaðning hafi teljandi áhrif á gang stríðsins. AFP

Ólíklegt þykir að þeir sem nú verða kvaddir í her Rússlands séu hermenn í þeim gæðaflokki sem hernaðarátök krefjast. Enda bendir fátt til að Rússland hafi 300 þúsund manna varalið sem þarlend yfirvöld segjast nú vera að kalla út til að berjast á vígvellinum í Úkraínu, líklega hafa aðeins örfáir fengið viðeigandi þjálfun.

Ólíklegt þykir að þeir sem nú verða kvaddir í her Rússlands séu hermenn í þeim gæðaflokki sem hernaðarátök krefjast. Enda bendir fátt til að Rússland hafi 300 þúsund manna varalið sem þarlend yfirvöld segjast nú vera að kalla út til að berjast á vígvellinum í Úkraínu, líklega hafa aðeins örfáir fengið viðeigandi þjálfun.

Ákvörðun Vladímir Pútíns, forseta Rússlands, sem tilkynnt var um í morgun mun því ekki hafa mikil áhrif á gang stríðsins þar sem um er að ræða óhæfa og illa þjálfaða varaliðsmenn. Þó mun það líklega gera verkefni úkraínska hersins meira krefjandi en þegar er.

Í greinargerð CSIS (Center for Strategic and International Studies) frá 2020 er áætlað að Rússland hafi í raun aðeins nokkur þúsund varaliðsmenn sem geta flokkast sem hermenn í hefðbundnum skilningi, þrátt fyrir að á blaði séu um tvær milljónir í varaliði rússneska hersins. Ástæðan er þeir fá ekki þjálfun til að viðhalda þekkingu á hernaðaraðgerðum, þekkingu á vopnanotkun og góðu heilsufarslegu ástandi, auk þess sem fáir gefa kost á sér til virkrar varaliðsþjónustu.

Í varaliði Rússlands eru fyrrverandi hermenn og allir þeir sem hafa lokið herskyldu. „Þrátt fyrir að það eru um 900.000 sem hafa lokið herþjónustu nýlega og gætu verið kvaddir til þjónustu, getur Rússland kallað út virkt varalið sem telur aðeins 4.000 til 5.000 hermenn. Færri en 10 prósent þeirra sem gegna herskyldu fá þjálfun á fyrstu fimm árum eftir að þeir ljúka virkri þjónustu,“ segir í greinargerð CSIS.

Vonuðust að hafa 80 þúsund

Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni snemma í morgun að rússnesk yfirvöld hafi ákveðið að gefa út herkvaðningu. Skömmu síðar upplýsti Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, að yfirlýsing Pútíns nái til 300 þúsund varaliða.

Orð Shoigu vekja nokkra furðu greinenda, sérstaklega í ljósi þess að rússneski varnarmálaráðherrann hefur til fjölda ára lýst því opinberlega – áður en innrásin í Úkraínu átti sér stað ­­­– að markmið rússneskra yfirvalda væri að ná að koma fjölda varaliða í 80 til 100 þúsund, eins og meðal annars kemur fram í skýrslu Andrew Monaghan fyrir Chatham House árið 2016.

Lítill áhugi

Greinendur ISW (Institute for the Study of War) lýsa því í greinargerð frá í mars á þessu ári að rússneski herinn hafi ekki náð miklum árangri í að fá fólk til að skrá sig í virka varaliðsþjónustu, þrátt fyrir að hrint hafi verið í framkvæmd átak á síðasta ári í þeim tilgangi.

Í ágúst og september 2021 gáfu rússnesk yfirvöld út að með því að ganga í varalið rússneska hersins væri hægt að tryggja sér bættar tekjur. Tilboðið náði til fyrrverandi hermanna yngri en 42 ára, liðsforingja yngri en 47 ára, ofursta yngri en 57 ára og annarra offisera yngri en 52 ára.

„Rússneska varnarmálaráðuneytið vonaðist til að ráða meira en 100.000 varaliða frá og með ágúst 2021, en ólíklegt er að Kreml hafi tekist að ná markmiðum sínum á svo stuttum tíma,“ segja greinendur ISW.

Faír hafa gengið til liðs við rússneksa herinn þrátt fyrir …
Faír hafa gengið til liðs við rússneksa herinn þrátt fyrir mikla hvatningu af hálfu stjórnvalda. AFP

Illa þjálfaðir og engin samhæfni

Alla jafna þurfa þeir sem gegna herskyldu í Rússlandi að fara í gegnum grunnþjálfun sem tekur einn til tvo mánuði, síðan fylgja þrír til sex mánuður af sérhæfðri þjálfun. Dæmi eru hins vegar um að ungir rússneskir hermenn sem eru að gegna herskyldu hafi verið sendir á vígvöllinn í Úkraínu eftir aðeins mánaðar þjálfun og að sjálfboðaliðar hefir verið sendir eftir aðeins fimm daga þjálfun.

Það bendir því til að mannafli rússneska hersins er nú af skornum skammti, en þeir 60 þúsund hermenn með mestu þjálfunina og þekkinguna voru sendir á vígvöllinn í byrjun átakanna og má áætla að mikill fjöldi þeirra séu særðir eða drepnir.

„Margt af þessum nýliðum sem hefur sést eru eldri, óhæfir og illa þjálfaðir,“ sagði fulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins 29. ágúst. Taldi hann aukinn mannafla ekki til þess fallinn að breyta stöðunni.

Er það í takti við greiningu ISW, en þar segir: „Viðleitni Rússa til að virkja meiri mannafla getur fært fleira fólk inn í rússneskar bardagasveitir, en ólíklegt er að það fólk sé nægilega vel þjálfað eða með hvata sem getur skapað mikið bardagaafl. […] Það er ekki hægt að búa til samheldnar bardagaeiningar á einni nóttu. Að skipta út einstökum hermönnum í Úkraínu með innkölluðu varaliði sem hefur mörg ár að baki án herþjálfunar er ólíklegt til að auka bardagakraft Rússa með stórkostlegum hætti.“

Úkraínskur hermaður stendur á eyðilögðum rússneskum skriðdreka.
Úkraínskur hermaður stendur á eyðilögðum rússneskum skriðdreka. AFP
mbl.is