Atkvæðagreiðsla um innlimun sögð vera hafin

Úkraína | 23. september 2022

Atkvæðagreiðsla um innlimun sögð vera hafin

Atkvæðagreiðsla í héruðum sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu, er sögð hafa byrjað í morgun þar sem kosið er um hvort íbúar styðji innlimun svæðanna í Rússland.

Atkvæðagreiðsla um innlimun sögð vera hafin

Úkraína | 23. september 2022

Atkvæðagreiðslan er sögð hafin í fjórum hernumdum héruðum, Donetsk, Lúhansk, …
Atkvæðagreiðslan er sögð hafin í fjórum hernumdum héruðum, Donetsk, Lúhansk, Kerson og Sa­porisjía. AFP/Juan Barreto

Atkvæðagreiðsla í héruðum sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu, er sögð hafa byrjað í morgun þar sem kosið er um hvort íbúar styðji innlimun svæðanna í Rússland.

Atkvæðagreiðsla í héruðum sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu, er sögð hafa byrjað í morgun þar sem kosið er um hvort íbúar styðji innlimun svæðanna í Rússland.

Er íbúum héraðanna Kerson og Sa­porisjía í suðurhlutanum og Donetsk og Lúhansk í austurhlutanum, boðið að greiða atkvæði fram á þriðjudag.

Um­rædd héruð eru víg­vell­ir gagn­sókn­ar Úkraínu­manna en her­sveit­ir frá Kænug­arði hafa end­ur­heimt á nokk­ur hundrað bæi og þorp sem voru áður yf­ir­ráðasvæði Rússa.

Inn­limun héraðanna í Rúss­land gæti haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar þar sem Moskva gæti haldið því fram að verið sé að vernda eigið um­dæmi fyr­ir úkraínsk­um her­sveit­um.

Fordæma atkvæðagreiðsluna

Úkraínumenn hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna og sagt landnámið ólöglegt. Þá er talið líklegt að Rússar muni eiga við atkvæðagreiðsluna svo að búast megi við fölskum niðurstöðum sem kveði á um að innlimunin verði samþykkt.

Þá hafa önnur ríki einnig fordæmt áform um atkvæðagreiðsluna, þar á meðal Tyrkland. 

„Þess­ar ólög­mætu aðgerðir verða ekki viður­kennd­ar alþjóðlega,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá tyrk­neska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

mbl.is