Berlusconi kemur Pútín til varnar

Úkraína | 23. september 2022

Berlusconi kemur Pútín til varnar

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur komið Vladimír Pútín Rússlandsforseta, og bandamanni sínum til margra ára, til varnar.

Berlusconi kemur Pútín til varnar

Úkraína | 23. september 2022

Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. AFP/Andreas Solaro

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur komið Vladimír Pútín Rússlandsforseta, og bandamanni sínum til margra ára, til varnar.

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur komið Vladimír Pútín Rússlandsforseta, og bandamanni sínum til margra ára, til varnar.

Berlusconi segir að forsetinn hafi verið neyddur til að hefja innrás í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma „almennilegu fólki“ að í ríkisstjórn Úkraínu og síðan hafi rússneski herinn átt að yfirgefa landið.

Að sögn Berlusconi voru fréttir, um að úkraínska ríkisstjórnin væri að drepa fólk sem væri hliðhollt Rússum í austurhluta Úkraínu, sýndar í sjónvarpinu í Rússlandi. Sagði hann fréttaflutninginn hafa gert það að verkum að Pútín hafi verið knúinn til að bregðast við og hefja innrás.

„Pútín var neyddur af rússnesku þjóðinni, af flokknum og ráðherrum, til að ráðast í þessa sérstöku aðgerð,“ sagði Berlusconi við ítalska fjölmiðla.

„Hermennirnir áttu að fara inn, komast að Kænugarði, skipta út ríkisstjórn [Volodimírs] Selenskís fyrir almennilegt fólk og viku síðar koma til baka.“

mbl.is