Utanríkisráðherrar Kína og Úkraínu funduðu

Úkraína | 23. september 2022

Utanríkisráðherrar Kína og Úkraínu funduðu

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, fundaði með úkraínska starfsbróður sínum Dmítró Kúleba í New York í Bandaríkjunum þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer nú fram. Kínverska utanríkisráðuneytið hefur staðfest þetta og sömuleiðis Kúleba.

Utanríkisráðherrar Kína og Úkraínu funduðu

Úkraína | 23. september 2022

Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu.
Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu. AFP/Bryan R. Smith

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, fundaði með úkraínska starfsbróður sínum Dmítró Kúleba í New York í Bandaríkjunum þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer nú fram. Kínverska utanríkisráðuneytið hefur staðfest þetta og sömuleiðis Kúleba.

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, fundaði með úkraínska starfsbróður sínum Dmítró Kúleba í New York í Bandaríkjunum þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer nú fram. Kínverska utanríkisráðuneytið hefur staðfest þetta og sömuleiðis Kúleba.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem ráðherrarnir funda augliti til auglitis frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar á þessu ári. Það hafa þó farið fram tvö símtöl á milli þeirra.

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, á allsherjarþinginu.
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, á allsherjarþinginu. AFP/Michael M. Santiago

Á Wang að hafa sagt við Kúleba að mikilvægt væri að virða fullveldi allra ríkja og landsvæði þeirra. Þá yrði að taka áhyggjum ríkja um öryggisógnir alvarlega og að mikilvægt væri að styðja við allar þær leiðir sem stuðla að friði í þessari krísu.

Í tísti Kúleba, þar sem hann staðfestir m.a. fundinn, segir úkraínski ráðherrann að kínverski starfsbróðir hans hafi ítrekað stuðning Kína við fullveldi Úkraínu. Auk þess hafi hann hafnað valdbeitingu sem lausn á átökunum.

Hafa ekki fordæmt innrásina

Yfirvöld í Peking hafa neitað að fordæma innrás Rússlands í Úkraínu en Xi Jinping, forseti Kína, er bandamaður Vladimír Pútíns Rússlandsforseta. 

Kína hefur kallað eftir friðsamlegri lausn á átökunum í gegnum viðræður en hefur þó ekki gripið til aðgerða sem gætu stuðlað að slíkum viðræðum.

Atkvæðagreiðsla hafin

At­kvæðagreiðsla í héruðum sem Rúss­ar hafa her­numið í Úkraínu, er sögð hafa byrjað í morg­un þar sem kosið er um hvort íbú­ar styðji inn­limun svæðanna í Rúss­land.

Um­rædd héruð eru víg­vell­ir gagn­sókn­ar Úkraínu­manna en her­sveit­ir frá Kænug­arði hafa end­ur­heimt á nokk­ur hundrað bæi og þorp sem voru áður yf­ir­ráðasvæði Rússa.

Inn­limun héraðanna í Rúss­land gæti haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar þar sem stjórnvöld í Moskvu gætu haldið því fram að verið sé að vernda eigið um­dæmi fyr­ir úkraínsk­um her­sveit­um.

mbl.is