Segir Pútin ekki vera í blekkingarleik

Úkraína | 24. september 2022

Segir Pútin ekki vera í blekkingarleik

Josep Borrell, forstöðumaður utanríkissviðs Evrópusambandsins, segir vert að taka hótunum Vladimir Pútíns, forseta Rússlands, um beitingu kjarnavopna alvarlega. Borrell segir válega stund runna upp í stríðinu í Úkraínu.

Segir Pútin ekki vera í blekkingarleik

Úkraína | 24. september 2022

Josep Borrell á fundi með Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, um öryggismál …
Josep Borrell á fundi með Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, um öryggismál kjarnorku á skrifstofum Sameinuðu þjóðana í New York. AFP

Josep Borrell, forstöðumaður utanríkissviðs Evrópusambandsins, segir vert að taka hótunum Vladimir Pútíns, forseta Rússlands, um beitingu kjarnavopna alvarlega. Borrell segir válega stund runna upp í stríðinu í Úkraínu.

Josep Borrell, forstöðumaður utanríkissviðs Evrópusambandsins, segir vert að taka hótunum Vladimir Pútíns, forseta Rússlands, um beitingu kjarnavopna alvarlega. Borrell segir válega stund runna upp í stríðinu í Úkraínu.

Aðgerðir Rússa síðustu vikur hafa að mati margra bent til þess að bakslag sé komið í hernaðaráætlun þeirra. Í vikunni var herskyldu fyrir hluta rússneskra borgara komið á, ásamt því að atkvæðagreiðslur um innlimun hersetinna borga inn í Rússland eru fyrirhugaðar á hernumdum svæðum.

Telur Pútín ekki vera að blekkja

Hefur þetta verið talið benda til þess að innrásin gangi verr en yfirmenn í Kreml gerðu ráð fyrir og þá hótaði Pútín því nýlega að beita öllum tiltækum vopnum í stríðinu.

Að mati Borrell er það raunveruleg ógn að Pútín hóti slíkum aðgerðum:

„Þetta er sannarlega viðsjál staða því rússneski herinn er að vissu leyti innikróaður. Það að viðbrögð Pútíns við því sé að beita kjarnavopnum er mjög slæmt,“ segir Borrell í viðtali við BBC.

Segir diplómatísku lausnina þá ákjósanlegustu

Pútín ávarpaði rússnesku þjóðina fyrr í vikunni og sagði þar að herinn byggi yfir miklu úrvali af hættulegum vopnum sem yrðu notuð ef nauðsyn kræfi.

Að mati Borrell eru Rússar komnir í erfiða stöðu og að hans mati er eina raunverulega leiðin út úr stríðinu sú diplómatíska. Þá leggur hann áherslu á að fullveldi og landhelgi Úkraínu yrði virt í þeim viðræðum.

mbl.is