Gruna Rússa um skemmdarverk á gasleiðslunum

Úkraína | 27. september 2022

Gruna Rússa um skemmdarverk á gasleiðslunum

Evrópsk stjórnvöld gruna Rússa um að hafa framið skemmdarverk á gasleiðslunum Nord Stream 1 og 2, sem liggja um Eystrasalt og flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands.

Gruna Rússa um skemmdarverk á gasleiðslunum

Úkraína | 27. september 2022

Þrír lekar hafa greinst í Nord Stream 1 og 2-gasleiðslunum.
Þrír lekar hafa greinst í Nord Stream 1 og 2-gasleiðslunum. AFP/John McDougall

Evrópsk stjórnvöld gruna Rússa um að hafa framið skemmdarverk á gasleiðslunum Nord Stream 1 og 2, sem liggja um Eystrasalt og flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands.

Evrópsk stjórnvöld gruna Rússa um að hafa framið skemmdarverk á gasleiðslunum Nord Stream 1 og 2, sem liggja um Eystrasalt og flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands.

Dönsk, sænsk og þýsk yfirvöld hafa hafið rannsókn á þremur lekum sem greindust í gasleiðslunum í gær en mælistöðvar í Danmörku og Svíþjóð greindu sprengingar neðansjávar um svipað leyti í grennd við lekana.

Dmitrí Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, sagði að ekki væri hægt að útiloka neitt þegar blaðamenn spurðu hann hvort skemmdarverk hefðu valdið lekunum.

Telegraph greinir frá.

Þýskir miðlar segja markviss árás

Í tilkynningu frá dönsku siglingamálastofnuninni kom fram að gaslekinn í Nord Stream 2-leiðslunni, sem er suðaustan við dönsku eyjuna Borgundarhólm, væri hættulegur fyrir sjóumferð. Stofnunin hefur bannað siglingar í fimm sjómílna radíus frá svæðinu.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kvaðst ekki geta útilokað að skemmdarverk hefðu verið unnið á leiðslunum en fullyrti það þó ekki.

Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sagt að um skemmdarverk sé að ræða.

„Í dag stöndum við frammi fyrir skemmdarverki. Við vitum ekki upp á hár hvað gerðist en við sjáum greinilega að þetta er skemmdarverk sem tengist stigmögnun á ástandinu í Úkraínu,“ sagði pólski forsætisráðherrann.

Þá hafa þýskir miðlar greint frá því að heimildir þeirra hermi að um markvissa árás hafi verið að ræða.

Svarið við lekanum séu skriðdrekar

Mikaíló Pódóljak, einn af aðstoðarmönnum Volodimírs Selenskí forseta Úkraínu, sagði Rússa hafa framið hryðjuverk gagnvart Evrópu.

„Rússar vilja koma efnahagsástandinu í Evrópu úr jafnvægi og valda skelfingu meðal íbúa fyrir veturinn,“ sagði Pódóljak. Taldi hann bestu lausnina vera að útvega Úkraínumönnum fleiri skriðdreka, þá sérstaklega þýska skriðdreka.

mbl.is