Krefjast þess ekki að Rússar verði sendir heim

Rússland | 27. september 2022

Krefjast þess ekki að Rússar verði sendir heim

Stjórnvöld í Rússlandi hyggjast ekki óska eftir því að rússneskir ríkisborgarar, sem flúið hafa yfir landamærin eftir fréttir um herkvaðningu, verði sendir til baka til þess að sinna herskyldu.

Krefjast þess ekki að Rússar verði sendir heim

Rússland | 27. september 2022

Auglýsing um störf í rússneska hernum í Sánkti Pétursborg.
Auglýsing um störf í rússneska hernum í Sánkti Pétursborg. AFP

Stjórnvöld í Rússlandi hyggjast ekki óska eftir því að rússneskir ríkisborgarar, sem flúið hafa yfir landamærin eftir fréttir um herkvaðningu, verði sendir til baka til þess að sinna herskyldu.

Stjórnvöld í Rússlandi hyggjast ekki óska eftir því að rússneskir ríkisborgarar, sem flúið hafa yfir landamærin eftir fréttir um herkvaðningu, verði sendir til baka til þess að sinna herskyldu.

„Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur ekki sent frá sér neinar beiðnir til stjórnvalda í Kasakstan, Georgíu eða nokkurs annars lands, um að rússneskir ríkisborgarar verði sendir aftur til Rússlands gegn vilja sínum. Slíkt stendur ekki til,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. 

Stríður straumur úr landi

Fjöldi fólks hefur flúið Rússland í kjölfar ávarps Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta þar sem hann tilkynnti herkvaðningu karlmanna sem áður hefðu gegnt herþjónustu. Liðhlaupar geta þurft að sæta allt að 10 ára fangelsi. 

Stjórnvöld í Kasakstan segja að alls hafi 98 þúsund Rússar nú þegar lagt leið sína yfir landamærin. Forseti landsins, Kassym-Jomart Tokayev, sór þess eið að tryggja öryggi og velferð Rússa sem flýðu „vonlaust ástand“ í heimalandi sínu. 

Þá hafa einnig fjölmargir Rússar flúið yfir til Georgíu, en biðraðir mynduðust við landamærastöðvar í kjölfar ávarpsins. 

mbl.is