Myndskeið sýnir gasið koma upp í Eystrasalti

Úkraína | 27. september 2022

Myndskeið sýnir gasið koma upp í Eystrasalti

Danski herinn hefur birt myndskeið á vefsíðu sinni þar sem að sjá má hvernig gasið sem lekur úr Nord Stream leiðslunni kemur upp á yfirborð Eystrasalts með nokkrum látum. Myndskeiðið er tekið úr þyrlu norska hersins.

Myndskeið sýnir gasið koma upp í Eystrasalti

Úkraína | 27. september 2022

Gasið að koma upp á yfirborð sjávar.
Gasið að koma upp á yfirborð sjávar. AFP/Danski herinn

Danski herinn hefur birt myndskeið á vefsíðu sinni þar sem að sjá má hvernig gasið sem lekur úr Nord Stream leiðslunni kemur upp á yfirborð Eystrasalts með nokkrum látum. Myndskeiðið er tekið úr þyrlu norska hersins.

Danski herinn hefur birt myndskeið á vefsíðu sinni þar sem að sjá má hvernig gasið sem lekur úr Nord Stream leiðslunni kemur upp á yfirborð Eystrasalts með nokkrum látum. Myndskeiðið er tekið úr þyrlu norska hersins.

Búið er að greina þrjá leka í Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum sem leiða gas frá Rússlandi til Þýskalands. Tveir lekar eru í Nord Stream 1 norðaustur af eyjunni Borgundarhólmi og einn leki er í Nord Stream 2 sem liggur suðaustan við eyjuna.

Í til­kynn­ingu frá dönsku sigl­inga­mála­stofn­un­inni kom fram að gas­lek­inn í Nord Stream 2 væri hættu­leg­ur fyr­ir sjó­um­ferð og að óheim­ilt væri að sigla í fimm sjó­mílna radíus frá svæðinu.

Gruna Rússa um sprengingar

Evr­ópsk stjórn­völd gruna Rússa um að hafa framið skemmd­ar­verk á leiðslunum en mælistöðvar í Dan­mörku og Svíþjóð greindu spreng­ing­ar neðan­sjáv­ar í gær sem er um það leyti sem lekarnir komu fram.

Dmitrí Peskov, talsmaður rúss­neskra stjórn­valda, sagði að ekki væri hægt að úti­loka neitt þegar hann var spurður af blaðamönn­um hvort skemmd­ar­verk hefðu valdið lek­un­um.

mbl.is