„Brownie“ varir Hailey Bieber valda usla

Förðunartrix | 28. september 2022

„Brownie“ varir Hailey Bieber valda usla

Fyrirsætan Hailey Bieber er fyrirmynd margra þegar kemur að tísku og snyrtivörum, en hún gerði allt vitlaust í sumar þegar hún sýndi neglur sínar frá Met Gala-hátíðinni. Nú hefur hún gefið fylgjendum sínum enn meiri innsýn inn í snyrtirútínu sína, en í þetta sinn virðist fólk ekki vera jafn hrifið. 

„Brownie“ varir Hailey Bieber valda usla

Förðunartrix | 28. september 2022

Hailey Bieber.
Hailey Bieber. Skjáskot/TikTok

Fyrirsætan Hailey Bieber er fyrirmynd margra þegar kemur að tísku og snyrtivörum, en hún gerði allt vitlaust í sumar þegar hún sýndi neglur sínar frá Met Gala-hátíðinni. Nú hefur hún gefið fylgjendum sínum enn meiri innsýn inn í snyrtirútínu sína, en í þetta sinn virðist fólk ekki vera jafn hrifið. 

Fyrirsætan Hailey Bieber er fyrirmynd margra þegar kemur að tísku og snyrtivörum, en hún gerði allt vitlaust í sumar þegar hún sýndi neglur sínar frá Met Gala-hátíðinni. Nú hefur hún gefið fylgjendum sínum enn meiri innsýn inn í snyrtirútínu sína, en í þetta sinn virðist fólk ekki vera jafn hrifið. 

Í byrjun september deildi fyrirsætan nýjustu snyrtirútínu sinni á TikTok. „Tilbúin fyrir allt sem fylgir haustinu, þar á meðal brúngljáðar varir,“ skrifaði hún við myndbandið sem hefur valdið miklum usla á miðlinum þar sem Hailey er meðal annars sökuð um menningarnám.

@haileybieber

ready for all the fall things including brownie glazed lips 🥹✨✨✨🤎🤎🤎

♬ cant erase - weeping audios

Minnist ekki á upprunann

Hailey notaði brúnan varablýant og glært gloss til að ná fram brúngljáðu vörunum. Þó fyrirsætan hafi aldrei haldið því fram að hún hafi fundið upp á lúkkinu minntist hún heldur ekki á þá staðreynd að konur sem eru ekki hvítar hafa verið með sama lúkkið í áratugi. 

„Mamma mín og allir frá rómversku Ameríku rokkuðu þessu lúkki í byrjun 2000,“ skrifaði einn notandi við myndbandið. 

„Um leið og hvít kona gerir eins varir verður það trend“

Í myndbandi, sem hefur þegar fengið 2,7 milljónir áhorfa, segir notandinn Benulus frá því að hún hafi stöðugt fengið neikvæðar athugasemdir um brúngljáðar varir sínar. „Þið eruð alltaf að setja út á varirnar mínar í hvert einasta skipti sem ég set inn myndband. En um leið og hvít kona gerir eins varir, þá verður það að trendi,“ skrifaði hún. 

@benulus This comment is just ONE example of the daily hate comments I get about my lips. #haileybieberlips ♬ original sound - Benulus

Dekkri tónar séu ekki nefndir eftir mat

Annar notandi setti út á það að Hailey kallaði lúkkið „brownie“ gljáðar varir og benti á að konur sem eru ekki hvítar hafi lengi þurft að berjast fyrir því að snyrtivörumerki hætti að nefna dekkri tóna eftir mat.

@zzhilton

Was “clean girl” &“spa water” not enough?

♬ original sound - zayra
mbl.is