Fáránlegt að krefja Biden svara

Úkraína | 28. september 2022

Fáránlegt að krefja Biden svara

Krafa Rússa um að Bandaríkin svari fyrir hvort þau hafi staðið að baki neðanjarðarsprengingum sem ollu skemmdum á Nord Stream 1- og 2-gasleiðslunum er „fáránleg“ að sögn talskonu þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna.

Fáránlegt að krefja Biden svara

Úkraína | 28. september 2022

Leiðslurnar eiga að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands.
Leiðslurnar eiga að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. AFP

Krafa Rússa um að Bandaríkin svari fyrir hvort þau hafi staðið að baki neðanjarðarsprengingum sem ollu skemmdum á Nord Stream 1- og 2-gasleiðslunum er „fáránleg“ að sögn talskonu þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna.

Krafa Rússa um að Bandaríkin svari fyrir hvort þau hafi staðið að baki neðanjarðarsprengingum sem ollu skemmdum á Nord Stream 1- og 2-gasleiðslunum er „fáránleg“ að sögn talskonu þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna.

Gasleiðslurnar liggja um Eystrasalt og eiga að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. Á mánudag var tilkynnt um hættulegan leka frá leiðslunum, en stjórnvöld víða í Evrópu hafa sakað Rússa um að hafa framið skemmdarverk á þeim.

Adrienne Watson, talskona þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir Rússa enn og aftur reyna að dreifa fölskum upplýsingum.

„Við vitum öll að Rússar eiga sér langa sögu um að dreifa fölskum upplýsingum og þeir gera það aftur hér,“ segir Watson.

Biden hafi haft í hótunum

Talskona ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Rúss­lands sagði í færslu á samfélagsmiðlum fyrr í dag að Joe Biden for­seti Banda­ríkj­anna yrði að svara fyr­ir það hvort Banda­rík­in bæru ábyrgð á gas­leka úr gas­leiðsl­un­um Nord Stream 1 og 2. Hann hefði hótað endalokum leiðslnanna.

„Hinn 7. fe­brú­ar 2022 sagði Joe Biden að Nord Stream væri búin að vera ef inn­rás Rússa í Úkraínu yrði að veru­leika. Biden ber skylda til að svara hvort Banda­rík­in hafi staðið við þess­ar hót­an­ir,“ sagði María Sakaróva, talskona rúss­neska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, í færsl­unni.

mbl.is