Níu létu lífið í loftárás

Mótmæli í Íran | 28. september 2022

Níu létu lífið í loftárás

Að minnsta kosti níu létu lífið og 28 særðust þegar íranski herinn gerði loftárás á svæði Kúrda í Írak í dag. 

Níu létu lífið í loftárás

Mótmæli í Íran | 28. september 2022

Mikil mótmæli brutust út í Íran í kjölfar frétta af …
Mikil mótmæli brutust út í Íran í kjölfar frétta af andláti Masha Amini. AFP

Að minnsta kosti níu létu lífið og 28 særðust þegar íranski herinn gerði loftárás á svæði Kúrda í Írak í dag. 

Að minnsta kosti níu létu lífið og 28 særðust þegar íranski herinn gerði loftárás á svæði Kúrda í Írak í dag. 

Íranski herinn hefur undanfarna daga sakað hóp Kúrda, sem er með aðsetur á svæðinu, um að kynda undir mótmæli sem brutust út í kjölfar þess að Masha Amini, 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyr­ir að klæðast höfuðslæðu á „óviðeig­andi“ hátt.

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa gagnrýnt loftárásina og sagt hana óásættanlega. 

„Við erum afar áhyggjufull yfir árásum Íran á svæði Kúrda á meðan pólitísku mótmælin standa yfir,“ sagði talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins.

Þá hafa stjórnvöld í Bretlandi einnig hvatt Íran til að binda enda á árásir á svæði Kúrda.

„Þessar árásir eru brot gegn fullveldi og landhelgi Írak og er algjörlega óviðunandi,“ sagði Tariq Ahmad, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands.

mbl.is