„Fyrst og fremst verð ég dapur“

Dagmál | 30. september 2022

„Fyrst og fremst verð ég dapur“

Halldór Þormar Halldórsson er umsjónarmaður sanngirnisbóta. Það eru bætur sem greiddar eru þeim sem sættu, allt frá vanvirðandi meðferð og jafnvel ofbeldi á vistheimilum á vegum hins opinbera. Talið er að um fimm þúsund börn og unglingar hafi verið vistuð á þessum stofnunum á síðustu öld.

„Fyrst og fremst verð ég dapur“

Dagmál | 30. september 2022

Halldór Þormar Halldórsson er umsjónarmaður sanngirnisbóta. Það eru bætur sem greiddar eru þeim sem sættu, allt frá vanvirðandi meðferð og jafnvel ofbeldi á vistheimilum á vegum hins opinbera. Talið er að um fimm þúsund börn og unglingar hafi verið vistuð á þessum stofnunum á síðustu öld.

Halldór Þormar Halldórsson er umsjónarmaður sanngirnisbóta. Það eru bætur sem greiddar eru þeim sem sættu, allt frá vanvirðandi meðferð og jafnvel ofbeldi á vistheimilum á vegum hins opinbera. Talið er að um fimm þúsund börn og unglingar hafi verið vistuð á þessum stofnunum á síðustu öld.

Halldór Þormar hefur kynnst fjölmörgu af því fólki sem leitað hefur réttlætis í gegnum þetta sáttaboð ríkisins. Sögurnar sem hann hefur séð hafa eðlilega haft áhrif á hann. Fyrst segist hann stundum hafa orðið reiður en í dag er hann fyrst og fremst dapur vegna þessara mála.

Sögurnar sem hann hefur lesið og heyrt eru margar sorglegar og óhugnanlegar. Eins og saga stúlkunnar sem missti móður sína fimm ára gömul. Pabbi hennar var sjómaður og vissi í raun ekki hvað hann ætti að gera við stúlkuna. Hann fór með hana upp á Silungapoll og þar horfði litla stúlkan á hliðið lokast og sá föður sinn aldrei aftur.

1.200 einstaklingar hafa fengið sanngirnisbætur sem nema samtals rílega 3,5 milljörðum króna.

Halldór Þormar er gestur Dagmála í dag og ræðir þar sína reynslu af þessum málaflokki og reifar líka skoðanir sínar á hvað betur hefði mátt gera. Hann er efins um að peningagreiðsla sé rétta leiðin. Þá telur hann líka að einhvers konar eftirfylgni hefði átt að vera af hálfu ríkisins. 

Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is