Hefði viljað eftirfylgni með bótaþegum

Dagmál | 30. september 2022

Hefði viljað eftirfylgni með bótaþegum

Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að engin eftirfylgni eigi sér stað eftir að bætur eru greiddar til einstaklinga sem dvöldu á vistheimilum hins opinbera á síðustu öld. Halldór Þormar Halldórsson telur að rétt hefði verið að fylgja málum eftir. Hann bendir á að bæturnar séu sáttarboð og hugsaðar til að hjálpa fólki að fóta sig í lífinu. Halldór er gestur Dagmála í dag og lýsir þar meðal annars þeirri skoðun sinni að rétt hefði verið að setja upp einhvers konar eftirfylgni í þessum málum.

Hefði viljað eftirfylgni með bótaþegum

Dagmál | 30. september 2022

Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að engin eftirfylgni eigi sér stað eftir að bætur eru greiddar til einstaklinga sem dvöldu á vistheimilum hins opinbera á síðustu öld. Halldór Þormar Halldórsson telur að rétt hefði verið að fylgja málum eftir. Hann bendir á að bæturnar séu sáttarboð og hugsaðar til að hjálpa fólki að fóta sig í lífinu. Halldór er gestur Dagmála í dag og lýsir þar meðal annars þeirri skoðun sinni að rétt hefði verið að setja upp einhvers konar eftirfylgni í þessum málum.

Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að engin eftirfylgni eigi sér stað eftir að bætur eru greiddar til einstaklinga sem dvöldu á vistheimilum hins opinbera á síðustu öld. Halldór Þormar Halldórsson telur að rétt hefði verið að fylgja málum eftir. Hann bendir á að bæturnar séu sáttarboð og hugsaðar til að hjálpa fólki að fóta sig í lífinu. Halldór er gestur Dagmála í dag og lýsir þar meðal annars þeirri skoðun sinni að rétt hefði verið að setja upp einhvers konar eftirfylgni í þessum málum.

Hann var einnig talsmaður þess að útfæra hefði mátt sáttarboðið með öðrum hætti en bara peningagreiðslu. Þar nefnir þá leið sem farin var í Ástralíu og Kanada í sambærilegum málum. Þar hefur verið boðið upp á félagsleg úrræði, sálfræðiþjónustu og húsnæðislán á sérstökum kjörum.

Hann hefur oft orðið vitni að því þegar einstaklingar hafa opnað bréfið sem innifelur sáttarboð ríkisins. Hann segir að væntingar fólks hafi verið allt frá því að búast ekki við neinu yfir í að það væri að fá gríðarlegar fjárhæðir. Þetta hafi því bæði verið vonbrigði og einnig falleg stund, allt eftir væntingum hvers og eins.

Halldór er eins og fyrr segir gestur Dagmála í dag og með þessari frétt fylgir brot úr þættinum. Hann er aðgengilegur í heild sinni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is