Óskar eftir að NATO-umsóknin fái flýtimeðferð

Úkraína | 30. september 2022

Óskar eftir að NATO-umsóknin fái flýtimeðferð

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur óskað eftir því að umsókn Úkraínu um inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO) hljóti flýtimeðferð. 

Óskar eftir að NATO-umsóknin fái flýtimeðferð

Úkraína | 30. september 2022

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí forseti Úkraínu. AFP/Angela Weiss

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur óskað eftir því að umsókn Úkraínu um inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO) hljóti flýtimeðferð. 

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur óskað eftir því að umsókn Úkraínu um inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO) hljóti flýtimeðferð. 

„Við höfum þegar sannað samhæfni okkar við staðla blandalagsins. Við tökum afgerandi skref með því að undirrita beiðni um að umsókn Úkraínu um inngöngu í NATO verði flýtt,“ sagði forsetinn í myndskeiði sem úkraínska forsetaskrifstofan hefur birt á Facebook.

Segir samningsviðræður við Rússland úr sögunni

Beiðnin kemur í kjölfar þess að stjórnvöld í Rússlandi tilkynntu að fjögur héruð í Úkraínu yrðu innlimuð í Rússland í kjölfar umdeildrar atkvæðagreiðslu þar um.

Greiddu íbúar héraðanna atkvæði um það hvort þeir væru hlynntir því eða andvígir að héruðin yrðu innlimuð í Rússland. Fyrr í vikunni tilkynntu héraðsstjórnirnar, sem tengdar eru rússneskum stjórnvöldum, um sigur. Líklegt þykir að atkvæðagreiðslan og talningin hafi ekki farið heiðarlega fram. 

Selenskí hef­ur sagt, í kjöl­far þess­ara tíðinda, að ekki komi til frek­ari samn­ingsviðræðna milli Úkraínu og Rúss­lands út af atkvæðagreiðslunni.

mbl.is