Telja hættu á að Pútín beiti kjarnavopnum

Úkraína | 30. september 2022

Telja hættu á að Pútín beiti kjarnavopnum

Bandaríski herinn í Evrópu er tilbúinn í átök gerist þess þörf. Þetta segir Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Rússar hafa hert tökin og líta nú á árásir á héruðin fjögur, sem þeir hafa innlimað, eins og um árásir á Rússland sé að ræða.

Telja hættu á að Pútín beiti kjarnavopnum

Úkraína | 30. september 2022

Sullivan segir að Bandaríkin séu tilbúin, komi til átaka.
Sullivan segir að Bandaríkin séu tilbúin, komi til átaka. AFP

Bandaríski herinn í Evrópu er tilbúinn í átök gerist þess þörf. Þetta segir Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Rússar hafa hert tökin og líta nú á árásir á héruðin fjögur, sem þeir hafa innlimað, eins og um árásir á Rússland sé að ræða.

Bandaríski herinn í Evrópu er tilbúinn í átök gerist þess þörf. Þetta segir Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Rússar hafa hert tökin og líta nú á árásir á héruðin fjögur, sem þeir hafa innlimað, eins og um árásir á Rússland sé að ræða.

Á blaðamannafundi nú fyrir skömmu sagði Sullivan að hætta væri talin á að Pútín beitti kjarnavopnum. Ekkert bendi þó til þess að slík árás sé yfirvofandi.

Aukinn kraftur hefur verið settur í herafla Bandaríkjanna í Evrópu að sögn Sullivan. 

„Við teljum okkur viðbúin hverju sem er,“ sagði hann á blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í kvöld.

Þá muni Bandaríkin senda fleiri vopn til Úkraínu án tafar. Auk þess sé von á tilkynningu um öryggisráðstafanir sem gerðar verða án tafar, í næstu viku.

Sullivan ávarpaði blaðamenn í Hvíta húsinu í kvöld.
Sullivan ávarpaði blaðamenn í Hvíta húsinu í kvöld. AFP

Hafa verið skýr með afleiðingarnar

„Það er hætta á því að Pútín myndi íhuga að nota kjarnavopn, miðað við hve óvarlega hann hefur talað í þessum efnum. Við höfum líka verið skýr með það, hvaða afleiðingar slíkt myndi hafa,“ sagði Sullivan.

Undirstrikaði hann að stjórnvöld væru nú að fara yfir málið og tjái Rússum beint hvaða afleiðingar beiting kjarnavopna hefði í för með sér.

mbl.is