Útlit fyrir að Vogar muni stækka mest

Húsnæðismarkaðurinn | 4. október 2022

Útlit fyrir að Vogar muni stækka mest

Sveitarfélagið Vogar mun á komandi árum taka miklum stakkaskiptum þegar kemur að fjölgun íbúa miðað við þann fjölda íbúða sem er í byggingu í sveitarfélaginu. Samkvæmt talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins er nú í byggingu 22% af þeim fjölda íbúða sem fyrir er í sveitarfélaginu, en það er hæsta hlutfallið á landinu. Gæti þetta þýtt að íbúum í sveitarfélaginu gæti fjölgað um 300 á næstu 2-4 árum, en til samanburðar voru skráðir íbúar þar í byrjun árs 1.354.

Útlit fyrir að Vogar muni stækka mest

Húsnæðismarkaðurinn | 4. október 2022

Vogar á Vatnsleysisströnd.
Vogar á Vatnsleysisströnd. mbl.is/Árni Sæberg

Sveitarfélagið Vogar mun á komandi árum taka miklum stakkaskiptum þegar kemur að fjölgun íbúa miðað við þann fjölda íbúða sem er í byggingu í sveitarfélaginu. Samkvæmt talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins er nú í byggingu 22% af þeim fjölda íbúða sem fyrir er í sveitarfélaginu, en það er hæsta hlutfallið á landinu. Gæti þetta þýtt að íbúum í sveitarfélaginu gæti fjölgað um 300 á næstu 2-4 árum, en til samanburðar voru skráðir íbúar þar í byrjun árs 1.354.

Sveitarfélagið Vogar mun á komandi árum taka miklum stakkaskiptum þegar kemur að fjölgun íbúa miðað við þann fjölda íbúða sem er í byggingu í sveitarfélaginu. Samkvæmt talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins er nú í byggingu 22% af þeim fjölda íbúða sem fyrir er í sveitarfélaginu, en það er hæsta hlutfallið á landinu. Gæti þetta þýtt að íbúum í sveitarfélaginu gæti fjölgað um 300 á næstu 2-4 árum, en til samanburðar voru skráðir íbúar þar í byrjun árs 1.354.

Næst hæsta hlutfall íbúða í byggingu sem hlutfall af núverandi fjölda íbúða er í Hörgársveit í Eyjafirði, en þar er hlutfallið 20%. Á Suðurlandi má einnig finna sveitarfélög þar sem örar breytingar eru að eiga sér stað, en hlutfallið í Ölfusi er 14,7% og í Árborg 13,4%.

Á höfuðborgarsvæðinu er útlit fyrir að Hafnarfjörður og Garðabær muni stækka mest, en þar er hlutfallið 13,3% og 12%.

Hægt er að sjá heildaryfirlit um hvar mest hlutfallsleg uppbygging er á landinu samkvæmt talningu HMS og SÍ í töflunni hér að neðan, en talningin leiddi meðal annars í ljós að framkvæmdir eru hafnar við samtals 8,113 íbúðir á landinu öllu og hefur þeim fjölgað um 35,2% milli ára. Flestar eru íbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, eða 70,2%.

Graf/HMS
mbl.is