Katrín eins og sólin í gulum kjól

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. október 2022

Katrín eins og sólin í gulum kjól

Katrín prinsessa af Wales geislaði eins og sólin í gulum kjól frá Karen Millen þegar hún heimsótti fæðingardeild á sjúkrahúsi í Surrey í dag. Þetta er fyrsta skipti sem hún fer ein í opinbera heimsókn eftir að hún tók við prinsessutitlinum eftir andlát drottningar. 

Katrín eins og sólin í gulum kjól

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. október 2022

Katrín prinsessa af Wales var í gulum kjól frá Karen …
Katrín prinsessa af Wales var í gulum kjól frá Karen Millen þegar hún heimsótti sjúkrahús í Surrey. AFP

Katrín prinsessa af Wales geislaði eins og sólin í gulum kjól frá Karen Millen þegar hún heimsótti fæðingardeild á sjúkrahúsi í Surrey í dag. Þetta er fyrsta skipti sem hún fer ein í opinbera heimsókn eftir að hún tók við prinsessutitlinum eftir andlát drottningar. 

Katrín prinsessa af Wales geislaði eins og sólin í gulum kjól frá Karen Millen þegar hún heimsótti fæðingardeild á sjúkrahúsi í Surrey í dag. Þetta er fyrsta skipti sem hún fer ein í opinbera heimsókn eftir að hún tók við prinsessutitlinum eftir andlát drottningar. 

Kjóllinn er einstaklega glæsilegur og kostar 220 pund eða um 35 þúsund krónur á gengi dagsins í dag. Kjóllinn heitir Forever og er í einstaklega klassískum stíl, með fallegu belti í mittinu og stuttum ermum. Við kjólinn var hún með dökkblátt veski og var í dökkbláum hælaskóm. 

Á fæðingardeildinni kynntist Katrín, sem sjálf er þriggja barna móðir, starfseminni betur og þeirri þjónustu sem óléttar konur og nýbakaðar mæður fá. 

Við kjólinn var hún í dökkbláum hælaskóm og með dökkblátt …
Við kjólinn var hún í dökkbláum hælaskóm og með dökkblátt veski. AFP
Katrín kynntist starfsemi fæðingardeildarinnar.
Katrín kynntist starfsemi fæðingardeildarinnar. AFP
mbl.is