Norðurál valið Umhverfisfyrirtæki ársins

Umhverfisvitund | 5. október 2022

Norðurál valið Umhverfisfyrirtæki ársins

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru tilkynnt við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag. Umhverfisfyrirtæki ársins er Norðurál en framtak ársins á sviði umhverfismála á Sjóvá.

Norðurál valið Umhverfisfyrirtæki ársins

Umhverfisvitund | 5. október 2022

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands veitti forsvarsfólki umhverfismála Norðuráls verðlaunin. …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands veitti forsvarsfólki umhverfismála Norðuráls verðlaunin. Frá vinstri: Sólveig Kr. Bergmann, yfirmaður samskipta, Steinunn Dögg Steinsen, yfirmaður umhverfis- og öryggismála og Gunnar Guðlaugsson forstjóri. Ljósmynd/Aðsend

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru tilkynnt við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag. Umhverfisfyrirtæki ársins er Norðurál en framtak ársins á sviði umhverfismála á Sjóvá.

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru tilkynnt við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag. Umhverfisfyrirtæki ársins er Norðurál en framtak ársins á sviði umhverfismála á Sjóvá.

Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. 

„Kolefnisspor áls frá Norðuráli er með því lægsta sem gerist í heiminum og hefur fyrirtækið sett sér það markmið að ná fullu kolefnishlutleysi. Norðurál er þátttakandi í þróunar- og nýsköpunarverkefnum sem miða að því að þróa tæknilegar lausnir sem gera það mögulegt.

Norðurál býður viðskiptavinum sínum umhverfisvænt ál undir vöruheitinu Natur-Al™. Það er markaðssett sem íslenskt ál, er rekjanlegt frá upphafi til enda framleiðsluferilsins og vottað af óháðum aðilum. Þegar litið er á ferlið í heild, frá vinnslu hráefna til afhendingar fullunninnar vöru, nemur kolefnisspor Natur-Al™ einungis fjórðungi af heimsmeðaltalinu,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is