Segir Úkraínumenn hafa endurheimt svæði í Lúhansk

Úkraína | 5. október 2022

Segir Úkraínumenn hafa endurheimt svæði í Lúhansk

Úkraínumönnum hefur nú tekist að endurheimta svæði í Lúhansk-héraðinu úr klóm rússneska hersins, að sögn Sergí Gajdei héraðsstjóra Lúhansk. Segir hann úkraínska fánann þegar hafa verið reistan á nokkrum svæðum, en héraðið var áður alfarið undir stjórn Rússa í stríðinu.

Segir Úkraínumenn hafa endurheimt svæði í Lúhansk

Úkraína | 5. október 2022

Rússar hafa verið með stjórn yfir öllu Lúhansk-héraðinu í stríðinu.
Rússar hafa verið með stjórn yfir öllu Lúhansk-héraðinu í stríðinu. AFP

Úkraínumönnum hefur nú tekist að endurheimta svæði í Lúhansk-héraðinu úr klóm rússneska hersins, að sögn Sergí Gajdei héraðsstjóra Lúhansk. Segir hann úkraínska fánann þegar hafa verið reistan á nokkrum svæðum, en héraðið var áður alfarið undir stjórn Rússa í stríðinu.

Úkraínumönnum hefur nú tekist að endurheimta svæði í Lúhansk-héraðinu úr klóm rússneska hersins, að sögn Sergí Gajdei héraðsstjóra Lúhansk. Segir hann úkraínska fánann þegar hafa verið reistan á nokkrum svæðum, en héraðið var áður alfarið undir stjórn Rússa í stríðinu.

Lúhansk er eitt þeirra fjögurra héraða sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti telur sig hafa innlimað í Rússland í síðustu viku. Stjórnvöld í Evrópu og víðar hafa fordæmt innlimunina og sagt hana ólögmæta.

Mikill kraftur hefur verið í gagnsókn Úkraínumanna undanfarna daga. Yfir helgina náðu Úkraínumenn að endurheimta bæinn Líman í Dónetsk-héraði, sem hafði einnig verið „innlimað“ í Rússland.

Af-hervæðing formlega hafin

Svo virðist sem gagnsóknin sé einnig að bera árangur víðar í Úkraínu um þessar mundir en samkvæmt héraðsstjóra Lúhansk er búið að endurheimta svæði í því héraði.

„Af-hervæðing Lúhansk-héraðs er þegar formlega hafin. Nokkrar byggðir hafa þegar verið frelsaðar undan rússneska hernum og fáni Úkraínu hefur verið reistur þar af hersveitum Úkraínu,“ skrifaði Sergí Gaídei á Telegram.

Árangur Úkraínumanna í stríðinu á síðustu dögum er mikið högg fyrir Rússa, sér í lagi vegna árangursins í héruðunum sem þeir telja sig nýlega hafa innlimað.

Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, hét því fyrr í dag að stjórnvöld í Rússlandi myndu vinna aftur þau landsvæði sem Úkraínumenn hafa endurheimt, og tilheyra héruðunum sem Rússlandsforseti hefur innlimað.

mbl.is