Vilhjálmur á erfitt með að fyrirgefa Harry

Kóngafólk í fjölmiðlum | 6. október 2022

Vilhjálmur á erfitt með að fyrirgefa Harry

Ósættið á milli bræðranna Vilhjálms og Harry er engu nærri lokið þrátt fyrir að amma þeirra, Elísabet Bretadrottning, sé fallin frá. Þeir eiga þó möguleika á að ná saman að sögn sérfræðings. 

Vilhjálmur á erfitt með að fyrirgefa Harry

Kóngafólk í fjölmiðlum | 6. október 2022

Harry og Vilhjálmur í jarðarför ömmu sinnar. Þeir eiga ekki …
Harry og Vilhjálmur í jarðarför ömmu sinnar. Þeir eiga ekki í góðu sambandi þessi misserin. AFP

Ósættið á milli bræðranna Vilhjálms og Harry er engu nærri lokið þrátt fyrir að amma þeirra, Elísabet Bretadrottning, sé fallin frá. Þeir eiga þó möguleika á að ná saman að sögn sérfræðings. 

Ósættið á milli bræðranna Vilhjálms og Harry er engu nærri lokið þrátt fyrir að amma þeirra, Elísabet Bretadrottning, sé fallin frá. Þeir eiga þó möguleika á að ná saman að sögn sérfræðings. 

Allir vilja sjá prinsana ná saman aftur að sögn Katie Nicholl á vef ET. Nicholl er sérfræðingur í bresku konungsfjölskyldunni og nýbúin að skrifa bók um arfleið Elísabetar og framtíð fjölskyldunnar. Hún segir ósættið ekki gagnast neinum og vera óheppilegt fyrir konungsfjölskylduna. 

Nicholl talaði við fólk sem hefur starfað með fjölskyldunni. Einn starfsmaður vann með báðum bræðrunum í tíu ár og talar enn við þá. „Hann var furðu öruggur um að þeir munu ná saman,“ sagði Nicholl. 

„En það tekur einhvern tíma,“ bætti hún við. „Og það er einfaldlega vegna þess að Vilhjálmur getur ekki fyrirgefið Harry. Ekki bara fyrir að fara, heldur vegna þess hvernig hann fór,“ segir hún. Harry og eiginkona hans Meghan, hertogaynja af Sussex, sögðu sig frá opinberum skyldum fyrir rúmlega tveimur árum og fluttu til Bandaríkjanna. 

Harry flutti til Bandaríkjanna en Vilhjálmur sinnir konunglegum skyldum í …
Harry flutti til Bandaríkjanna en Vilhjálmur sinnir konunglegum skyldum í Bretlandi. AFP

Nicholl segir að fjölskyldan hafi séð fyrir sér Harry aðstoða Vilhjálm. Harry og Meghan áttu að vera uppi á svölum Buckingham-hallar með Karli konungi en ekki frændfólkið. „Þau pössuðu ekki inn eins og vonast var til og núna vitum við hvernig valdabaráttan var bak við tjöldin,“ sagði Nicholl.

Hún segir ákvörðun Harrys hafa haft mikil áhrif á feðgana Vilhjálm og Karl. Hún segir valdatíð Karls meðal annars hafa fallið í skugga á ósættinu. Sérfræðingurinn telur erfitt fyrir nýja konunginn að sætta alla þegar ekki er vilji fyrir hendi. „Það gerist eða ekki,“ segir hún og bendir á að rifrildið langa líti illa út fyrir konungsfjölskylduna og konunginn Karl en á sama tíma er það leiðinlegt fyrir föðurinn og afann Karl. 

Karl konungur og Vilhjálmur prins eiga ekki í góðu sambandi …
Karl konungur og Vilhjálmur prins eiga ekki í góðu sambandi við Harry. AFP
mbl.is