Morðtilræði í sendiráði í Kaupmannahöfn

Mótmæli í Íran | 7. október 2022

Morðtilræði í sendiráði í Kaupmannahöfn

Íranskur maður vopnaður hnífi gerði atlögu að íranska sendiráðinu í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Öryggisverðir sendiráðsins yfirbuguðu manninn og var hann síðar handtekinn af dönsku lögreglunni.

Morðtilræði í sendiráði í Kaupmannahöfn

Mótmæli í Íran | 7. október 2022

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Íranskur maður vopnaður hnífi gerði atlögu að íranska sendiráðinu í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Öryggisverðir sendiráðsins yfirbuguðu manninn og var hann síðar handtekinn af dönsku lögreglunni.

Íranskur maður vopnaður hnífi gerði atlögu að íranska sendiráðinu í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Öryggisverðir sendiráðsins yfirbuguðu manninn og var hann síðar handtekinn af dönsku lögreglunni.

Íranska sendiráðið sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem danska lögreglan er harðlega gagnrýnd fyrir sein viðbrögð og ófullnægjandi öryggisráðstafanir við sendiráðið.

Sendiherra Írans í Kaupmannahöfn er kona að nafni Afsaneh Nadipour.

„Það eru mikil vonbrigði að slík árás, sem beinist gegn kvenkyns sendiherra Íran, geti átt sér stað í hjarta Evrópu. Einnig eru það mikil vonbrigði hversu lengi lögreglan var á vettvang,“ segir meðal annars í tilkynningunni. 

Margir látið lífið

Hörð mótmæli hafa geisað í Íran síðustu þrjár vikur í kjölfar þess að Mahsa Amini, 22 ára kona, lét lífið í haldi siðferðislögreglunnar þar í landi, en hún var handtekin fyrir að brjóta gegn reglum um klæðaburð kvenna í Íran.

Heimskastljósið hefur beinst að Íran og samstöðufundir hafa verið haldnir víða um heim. Mótmælin þar hafa verið blóðug og fjöldi fólks hefur látið lífið.

mbl.is