Þetta gerir 72 ára gömul prinsessa í New York

Kóngafólk í fjölmiðlum | 7. október 2022

Þetta gerir 72 ára gömul prinsessa í New York

Það er hægt að gera svo miklu meira en að versla, borða og spóka sig um í Central Park í stóra eplinu. Anna Bretaprinsessa skellti sér í ferju þegar hún fór til New York á dögunum. 

Þetta gerir 72 ára gömul prinsessa í New York

Kóngafólk í fjölmiðlum | 7. október 2022

Anna er prinsessa en ekki of fín fyrir almenningssamgöngur.
Anna er prinsessa en ekki of fín fyrir almenningssamgöngur. AFP

Það er hægt að gera svo miklu meira en að versla, borða og spóka sig um í Central Park í stóra eplinu. Anna Bretaprinsessa skellti sér í ferju þegar hún fór til New York á dögunum. 

Það er hægt að gera svo miklu meira en að versla, borða og spóka sig um í Central Park í stóra eplinu. Anna Bretaprinsessa skellti sér í ferju þegar hún fór til New York á dögunum. 

Ferjan fer frá Manhattan yfir í Staten Island-borgarhlutann. Anna heimsótti National Lighthouse Museum í Staten Island og var líklega á leiðinni þangað þegar hún valdi almenningssamgöngur sem ferðamáta. Greint var frá ferðalagi Önnu með ferjunni á Twitter-síðu almenningssamganga í New York í vikunni. Með tístinu birtist mynd af Önnu horfa út á sjóinn á ferðalaginu. 

Það er frítt að sigla með ferjunni og hið fínasta útsýni. Anna prinsessa er ekki sú eina sem er ánægð með ferjuna. Leikarinn Alec Baldwin mælir með því að taka ferjuna. Hann segir siglinguna þá bestu í borginni en úr ferjunni má sjá Frelsisstyttuna frægu. 

mbl.is