Á fimmta tug í fjöldahjálparstöðvum

Óveður í október 2022 | 9. október 2022

Á fimmta tug í fjöldahjálparstöðvum

Alls dvelja nú 42 manns í fjöldahjálparstöðvum vegna vegalokana víðs vegar um landið, sem stafa af fárviðri sem gengur nú yfir landið.

Á fimmta tug í fjöldahjálparstöðvum

Óveður í október 2022 | 9. október 2022

Vegum hefur víða verið lokað.
Vegum hefur víða verið lokað. mbl.is/Sigurður Ægisson

Alls dvelja nú 42 manns í fjöldahjálparstöðvum vegna vegalokana víðs vegar um landið, sem stafa af fárviðri sem gengur nú yfir landið.

Alls dvelja nú 42 manns í fjöldahjálparstöðvum vegna vegalokana víðs vegar um landið, sem stafa af fárviðri sem gengur nú yfir landið.

26 eru nú í félagsheimilinu Leikskálum í Vík í Mýrdal og 16 manns í Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri. Þetta segir Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs Rauða krossins.

Gætu þurft að opna fleiri stöðvar 

„Þetta er fyrst og fremst fólk sem er á ferðalagi. Erlendir ferðamenn, sem ekki komast leiðar sinnar vegna vegalokana. Það fólk gistir hjá okkur í nótt eða þar til Vegagerðin opnar fyrir umferð,“ segir Jón. Það hafi hjálpað til við að tæma svæðið áður en versta veðrið skall á.

Ekki er von á mikið fleirum þar sem vegum var lokað snemma í dag og fólk fljótt gert kunnugt um aðstæður. 

„Lögreglan og björgunarsveitir vísa fólki til okkar,“ segir hann. 

Fremur á Rauði krossinn von á að þurfa að opna fjöldahjálparstöð annars staðar á landinu.

„Við hefðum alveg eins átt von á að opna austar.“

Þá er til skoðunar að færa fjöldahjálparstöðina á Kirkjubæjarklaustri í annað húsnæði.

mbl.is