Kann ekki að daðra við konur

Samskipti kynjanna | 9. október 2022

Kann ekki að daðra við konur

Ungur karlmaður sem notið hefur velgengni í lífinu veltir því fyrir sér hvernig hann geti kynnst konum. Hann hefur aldrei stundað kynlíf og aldrei verið í sambandi. Hann leitaði ráða hjá ráðgjafa Guardian.

Kann ekki að daðra við konur

Samskipti kynjanna | 9. október 2022

Karlmaðurinn kann ekki að daðra.
Karlmaðurinn kann ekki að daðra. Ljósmynd/Unsplash

Ungur karlmaður sem notið hefur velgengni í lífinu veltir því fyrir sér hvernig hann geti kynnst konum. Hann hefur aldrei stundað kynlíf og aldrei verið í sambandi. Hann leitaði ráða hjá ráðgjafa Guardian.

Ungur karlmaður sem notið hefur velgengni í lífinu veltir því fyrir sér hvernig hann geti kynnst konum. Hann hefur aldrei stundað kynlíf og aldrei verið í sambandi. Hann leitaði ráða hjá ráðgjafa Guardian.

„Ég er 25 ára karlmaður sem notið hefur velgengni á öllum sviðum lífsins, nema þegar kemur að ástinni. Ég hef aldrei stundað kynlíf og aldrei verið í sambandi, en ég veit að allir hafa gert það. Ég hef ekki hugmynd af hverju, en vandamálið hlýtur að vera ég. Samt segja vinir mínir að ég sé flottur. Ég glími ekki við nein alvarleg vandamál, andleg veikindi eða líkamleg veikindi, og ég á ekki í vandræðum með að eignast vini.

Þegar ég var yngri gerði ég kannski þau mistök að einblína aðeins á eina manneskju sem ég var skotinn í, en hún var ekki skotin í mér. Það var kannski á kostnað annarra tækifæra, en nú hef ég víkkað sjóndeildarhringinn.

Flestar konur sem ég hitti á mínum aldri eru í sambandi, og hinar fáu sem ég hef boðið á stefnumót segja að þær vilji bara vera vinkonur mínar. Ég kann ekki að daðra við konur, á meðan allir aðrir á mínum aldri hafa reynslu og vita hvað þeir eru að gera.

Mér líður eins og ég sé kominn í vítahring sem ég kemst ekki út úr. Fólk segir mér að ég eigi ekki að missa svefn yfir þessu, og að rétti tíminn muni koma af sjálfu sér. En í tíu ár hef ég annað hvort verið að reyna mjög mikið, eða sleppt því að reyna nokkuð, og ekkert gerist.“

Svar ráðgjafans:

Byrjaðu á að daðra. Það er eins með kynlíf og daður. Maður lærir af reynslunni, og sama hvað vinir þínir segja, þá eru það ekki meðfæddir hæfileikar. Allir hafa gott af hjálp og ráðum frá sérfræðingi. Sæktu þér aðstoð til að læra og æfa félagsfærni, sérstaklega þegar kemur að daðri og stefnumótum. 

Sumir tileinka sér þá hæfileika mjög auðveldlega snemma á lífsleiðinni, og það hljómar eins og þig vanti sérhæfða reynslu. Þú gætir jafnvel reynt að finna hópa þar sem þú finnur fólk sem eru á sömu vegferð og þú undir stjórn ráðgjafa. Þannig hópar geta virkilega skipt máli, þar sem þú getur æft þig með öðru fólki og fengið endurgjöf og ábendingar. 

mbl.is