Suðurland fært upp á hættustig

Óveður í október 2022 | 9. október 2022

Suðurland fært upp á hættustig

Suðurland hefur verið hækkað af óvissustigi yfir á hættustig almannavarna. 

Suðurland fært upp á hættustig

Óveður í október 2022 | 9. október 2022

Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi.
Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. mbl.is

Suðurland hefur verið hækkað af óvissustigi yfir á hættustig almannavarna. 

Suðurland hefur verið hækkað af óvissustigi yfir á hættustig almannavarna. 

Að sögn Jóns Svanbergs Hjartarsonar, fagstjóra aðgerða hjá almannavörnum, var ákvörðun um þetta tekin vegna hvassviðris á suðausturlandi.

Rauð viðvörun

Frá því klukkan 16 í dag og fram undir miðnætti er búist við hviðum allt að 60 metra á sekúndu á suðausturlandi. Þá má einnig búast við sandfoki og samgöngutruflunum. 

Veðurviðvörun á svæðinu er rauð og fólk því hvatt til þess að halda sig heima. 

Almannavarnir fara yfir stöðu mála á upplýsingafundi með viðbragðsaðilum klukkan 10.30 í dag en klukkan 11 opnar samhæfingarstöð almannavarna.

mbl.is