Úrkomusvæðin ná langt inn á land

Óveður í október 2022 | 9. október 2022

Úrkomusvæðin ná langt inn á land

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir það athyglisvert hve mikilli uppsafnaðri úrkomu sé spáð á Norðausturlandi og hve víðfeðm úrkomusvæðin séu. Kortið sýnir reiknaða uppsafnaða úrkomu til klukkan sex í fyrramálið.

Úrkomusvæðin ná langt inn á land

Óveður í október 2022 | 9. október 2022

Kortið sýnir reiknaða uppsafnaða úrkomu til klukkan sex í fyrramálið.
Kortið sýnir reiknaða uppsafnaða úrkomu til klukkan sex í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir það athyglisvert hve mikilli uppsafnaðri úrkomu sé spáð á Norðausturlandi og hve víðfeðm úrkomusvæðin séu. Kortið sýnir reiknaða uppsafnaða úrkomu til klukkan sex í fyrramálið.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir það athyglisvert hve mikilli uppsafnaðri úrkomu sé spáð á Norðausturlandi og hve víðfeðm úrkomusvæðin séu. Kortið sýnir reiknaða uppsafnaða úrkomu til klukkan sex í fyrramálið.

„Við sjáum stundum í einum og einum mæli að sólarhringsúrkoma er að fara yfir 100 mm, og það er ekkert óalgengt, en nú eru tiltölulega stór landsvæði þar sem úrkoman er reiknuð yfir 100 mm þarna á Norðurlandi,“ segir Einar í samtali við mbl.is.

Hæstu tölurnar eru á Þeistareykjum og Flateyjardalsskaga, þar sem hágildi eru yfir 200 mm. Gulu svæðin, sem marka 100 mm, eru gríðarlega víðfeðm og ná langt inn á land, að sögn Einars.

Kortið sýnir vindhraða í 10 metra hæð suðaustanlands klukkan sjö …
Kortið sýnir vindhraða í 10 metra hæð suðaustanlands klukkan sjö í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Sveipirnir ná niður af fullum styrk

Hitt kortið sýnir vindhraða í 10 metra hæð suðaustanlands klukkan sjö í kvöld og sviptivinda sem steypast fram af Vatnajökli.

„Það sem er áhugavert þar, og við sáum ekki í sams konar kortum í óveðrinu sem var fyrir hálfum mánuði síðan á þessum stað, er að þá voru sveipirnir ekki að ná af fullum styrk niður á láglendið, en núna gera þeir það.

Sérstaklega frá Jökulsárlóni og um Suðursveit og austur undir Hornafjörð, þar sem er vindur af fárviðrisstyrk, 32 metrar á sekúndu og jafnvel meira en það.“

Minnir á fjárfellishretið 2012

Einar segir þetta minna dálítið á fjárfellishretið árið 2012, hvað varðar staðsetningu lægðarinnar og úrkomuna fyrir norðan.

„En þá náði vindur ekki í sama mæli suður fyrir Vatnajökul, þannig að það sker sig frá að því leyti,“ bætir hann við.

„Aðventustormurinn 2019 var dálítið öðruvísi af því að hann var vestar og stóð svo lengi. Þetta veður stendur kannski í hálfan til einn sólarhring.“

mbl.is