Flutningskerfið stóð af sér veðrið í nótt

Óveður í október 2022 | 10. október 2022

Flutningskerfið stóð af sér veðrið í nótt

Flutningskerfi Landsnets stóð af sér óveðrið í nótt og urðu engar truflanir til viðbótar við þær sem urðu í gærkvöldi þegar rafmagnið fór af Húsavík í skamma stund. 

Flutningskerfið stóð af sér veðrið í nótt

Óveður í október 2022 | 10. október 2022

Starfsmenn Landsnets munu skoða línurnar sem slógu út.
Starfsmenn Landsnets munu skoða línurnar sem slógu út. mbl.is/Sigurður Bogi

Flutningskerfi Landsnets stóð af sér óveðrið í nótt og urðu engar truflanir til viðbótar við þær sem urðu í gærkvöldi þegar rafmagnið fór af Húsavík í skamma stund. 

Flutningskerfi Landsnets stóð af sér óveðrið í nótt og urðu engar truflanir til viðbótar við þær sem urðu í gærkvöldi þegar rafmagnið fór af Húsavík í skamma stund. 

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að nóttin hafi farið betur en á horfðist. 

Fjórar línur slógu út

Fjórar línur duttu út hjá Landsneti þegar óveðrið gekk yfir, Húsavíkurlína, Kröflulínur 1 og 2 og Laxárlína 1. Ekkert rafmagnsleysi varð þó þegar þrjár síðarnefndu línurnar slógu út þar sem Landsnet hafði nýlega tekið í gagnið tvær öflugar línur á Norðausturlandi, Hólasandslínu þrjú, sem tengir Akureyri og Hólasand, og Kröflulínu þrjú, sem tengir Kröflu og Fljótsdal. 

„Við vorum búin að undirbúa okkur mjög vel. Við vorum búin að rýna í veðurspánna og velta fyrir okkur hvar mögulega eitthvað gæti gerst. Við vorum einmitt búin að setja þessar línur í sviðsljósið og það gekk eftir. Við vorum búin að manna okkar stöðvar mjög vel og vorum tilbúin í nóttina. En sem betur fer gekk þetta vel. Maður er alltaf glaður þegar ljósin í landinu loga.“

Skoða línurnar í dag

Þegar veður lægir í dag munu starfsmenn Landsnets halda út til að skoða línurnar og meta hvaða bilun gæti hafa átt sér stað.

Ekki er þó talið að skemmdir hafi orðið á Húsavíkurlínu þar sem hún sló aðeins út í nokkrar mínútur.

„Að öllum líkindum hefur verið samsláttur á fösum út af veðrinu en hún kom inn aftur svo það er ekki talin vera nein skemmd á henni.“

mbl.is