Göngustígur lagður að Kvernufossi

Ferðumst innanlands | 14. október 2022

Göngustígur lagður að Kvernufossi

Framkvæmdir við gerð göngustígs að Kvernufossi við Skóga undir Eyjafjöllum eru langt komnar. Verkið hófst fyrir fjórum árum og er tekið í áföngum. „Þetta var aðkallandi til þess að draga úr álagi á umhverfið. Eins er stígurinn nýi á hentugri stað en áður með tilliti til slysahættu, en þarna hafa orðið allmörg óhöpp,“ segir Þorsteinn Jónsson, verktaki á Hvolsvelli, sem hefur sinnt verkinu.

Göngustígur lagður að Kvernufossi

Ferðumst innanlands | 14. október 2022

Áin Kverna rennur fram Skógaheiði og fram af um það …
Áin Kverna rennur fram Skógaheiði og fram af um það bil 30 metra háu hamrabelti. Í einstigi undir klettum hefur verið torleiði að fossinum en með framkvæmdum þeim sem senn lýkur er kominn að honum góður göngustígur með plastgrindum sem styrkja brautina til mikilla muna. Ljósmynd/Þorsteinn Jónsson

Framkvæmdir við gerð göngustígs að Kvernufossi við Skóga undir Eyjafjöllum eru langt komnar. Verkið hófst fyrir fjórum árum og er tekið í áföngum. „Þetta var aðkallandi til þess að draga úr álagi á umhverfið. Eins er stígurinn nýi á hentugri stað en áður með tilliti til slysahættu, en þarna hafa orðið allmörg óhöpp,“ segir Þorsteinn Jónsson, verktaki á Hvolsvelli, sem hefur sinnt verkinu.

Framkvæmdir við gerð göngustígs að Kvernufossi við Skóga undir Eyjafjöllum eru langt komnar. Verkið hófst fyrir fjórum árum og er tekið í áföngum. „Þetta var aðkallandi til þess að draga úr álagi á umhverfið. Eins er stígurinn nýi á hentugri stað en áður með tilliti til slysahættu, en þarna hafa orðið allmörg óhöpp,“ segir Þorsteinn Jónsson, verktaki á Hvolsvelli, sem hefur sinnt verkinu.

Áin Kverna á upptök sín á Skógaheiði og þar sem hún fellur fram af hamrabelti í dalkvos niðri í byggð er 30 metra hár foss. Um fimm ár eru síðan fossinn komst á kortið, þegar myndir af honum birtust á fjölsóttu leiðsöguappi. Í kjölfar þess fór fólk að flykkjast að hinum falda fossi, eins og staðurinn var kynntur, og hefur sú aðsókn haldist. Aðeins eru um 700 metrar frá byggðasafninu í Skógum og nýta ferðalangar sem á svæðið koma bílastæði þar. Umhverfi fossins er sérstakt, því hægt er að ganga á bak við hann og horfa þar fram kvosina.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaði gærdagsins.

Verkið hófst fyrir fjórum árum og er tekið í áföngum
Verkið hófst fyrir fjórum árum og er tekið í áföngum Ljósmynd/Þorsteinn Jónsson
mbl.is