Tvöföld húðhreinsun, hvað er það?

Snyrtibuddan | 14. október 2022

Tvöföld húðhreinsun, hvað er það?

„Þau sem vilja hugsa vel um húðina hafa mörg lesið eða heyrt að gott sé að hreinsa húðina tvisvar á kvöldin. En hver er ástæða þess? Er það eitthvað sem við ættum að bæta við í húðumhirðu okkar,“ spyr Rakel Ósk Guðbjartsdóttir snyrti­fræðing­ur og eig­andi El­iru í sínum nýjasta pistli: 

Tvöföld húðhreinsun, hvað er það?

Snyrtibuddan | 14. október 2022

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir snyrtifræðingur.
Rakel Ósk Guðbjartsdóttir snyrtifræðingur. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þau sem vilja hugsa vel um húðina hafa mörg lesið eða heyrt að gott sé að hreinsa húðina tvisvar á kvöldin. En hver er ástæða þess? Er það eitthvað sem við ættum að bæta við í húðumhirðu okkar,“ spyr Rakel Ósk Guðbjartsdóttir snyrti­fræðing­ur og eig­andi El­iru í sínum nýjasta pistli: 

„Þau sem vilja hugsa vel um húðina hafa mörg lesið eða heyrt að gott sé að hreinsa húðina tvisvar á kvöldin. En hver er ástæða þess? Er það eitthvað sem við ættum að bæta við í húðumhirðu okkar,“ spyr Rakel Ósk Guðbjartsdóttir snyrti­fræðing­ur og eig­andi El­iru í sínum nýjasta pistli: 

Af hverju hreinsum við húðina kvölds og morgna?

Ástæða þess að við hreinsum húðina á kvöldin er til að ná af öllum förðunarvörum og ekki síður óhreinindum sem sest hafa á hana yfir daginn. Allir ættu að hreinsa á sér húðina á kvöldin, þó engar förðunarvörur séu notaðar. Eftir það er gott að bera á húðina nærandi og endurnýjandi serum og/eða krem fyrir nóttina.

Á daginn verður húðin í andliti okkar fyrir stöðugu áreiti, meðal annars af völdum sólargeisla, mengunar eða notkunar förðunarvara og sólarvarna (það eru vonandi allir komnir á þann vagn að nota sólarvörn daglega).

Ef óhreinindi, krem og farði eru ekki hreinsuð vel af andlitinu á kvöldin getur það bæði valdið stíflum, bólum og öðrum húðvandamálum, en einnig komið í veg fyrir að krem og serum sem borin eru á fyrir nóttina nái fullri virkni. Virku innihaldsefnin í þessum vörum þurfa að komast niður í húðina til að sem bestur árangur náist. Þess vegna er mjög mikilvægt að hreinsa húðina á kvöldin. Á morgnanna er af sömu ástæðu gott að hreinsa húðina eftir nóttina.

Hvernig er best að hreinsa tvisvar?

Þau sem gera tvöfalda hreinsun byrja á að hreinsa í burt á hefðbundinn hátt allt það sem hefur sest á húðina yfir daginn eins og farða, sólarvörn, mengun osfrv. En fara svo aftur yfir með hreinsi til að tryggja að ná vel af húðinni leifum af óhreinindum, olíu og svita.

Til að ná fram sem bestum árangri í tvöfaldri hreinsun er yfirleitt mælt með að nota tvær mismunandi hreinsivörur. Annars vegar vöru sem inniheldur olíu og svo hinsvegar vöru sem inniheldur vatn.

Í fyrstu hreinsun er gott að nota hreinsi með olíugrunni. Hreinsir með olíugrunni bráðnar mjúklega af húðinni og hreinsar farða, fitu og sólarvörn en tekur ekki burt náttúrulegar olíur húðarinnar. Best er að skola hreinsinn af með volgu vatni. Við erum mjög gjörn á að nota allt of heitt vatn hérna á Íslandi en það getur þurrkað upp húðina, volgt vatn dugir vel til að skola hreinsinn af og það fer betur með húðina.

Svo er farið í það að bera sig hreinsi nr. 2, sem gjarnan inniheldur ekki olíu, og nudda létt yfir húðina. Þessi seinni umferð hreinsar upp restar af óhreinindum, olíu og svita. Skola svo af með volgu vatni eins og áður og þurrka húðina létt með mjúku handklæði eða fjölnota hreinsiskífum/hanska. Það er óþarfi að nota mikið af hreinsi í einu og best að velja vörur án súlfats og ilmefna.

Hafa ber í huga að þó að mælt sé með því við tvöfalda hreinsun að notast við tvær hreinsivörur og að önnur varan innihaldi olíu þá hentar það ekki öllum húðgerðum. Ef húðin er t.d. mjög olíukennd er best að varast olíuhreinsi og nota þá frekar krem eða gel og leitast eftir innihaldsefnum eins og salicylic acid eða benlzoyl peroxide.

Eins má nefna að þó að tvöföld hreinsun geri ráð fyrir að nota tvenns konar hreinsi má alveg byrja á að nota sama hreinsinn í báðum umferðum. Eða taka fyrri umferðina með hreinsivatni með olíugrunni (micellar vatni) og nota andlitshreinsi í seinni umferðinni.

Þarf ég að hreinsa húðina tvisvar?

Stutta svarið er nei, það þarf ekki að hreinsa hana tvisvar. En sérstaklega þeir sem nota förðunarvörur eða eru með mikla olíuframleiðslu,  þeir ættu að ná fram fallegri húð í góðu jafnvægi með tvöfaldri hreinsun. Kostir þess eru meðal annars meiri ljómi, færri bólur og jafnari húð. En sólarvörn og óhreinindi dagsins fara vel af með einungis einni hreinsun. Það er bara nauðsynlegt að gera tvöfalda hreinsun á kvöldin, ef kvöldhreinsun er góð þá ætti létt hreinsun á morgnanna að duga.

Góða hreinsun!

mbl.is