Björn Ingi með veiruna

Kórónuveiran COVID-19 | 16. október 2022

Björn Ingi með veiruna

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, oft kenndur við Viljann, er með kórónuveiruna. Frá þessu greindi hann á Facebook í kvöld og sagðist ætla skríða undir sæng og ferðast innanhúss næstu daga. 

Björn Ingi með veiruna

Kórónuveiran COVID-19 | 16. október 2022

Veiran náði í skottið á Birni Inga Hrafnssyni.
Veiran náði í skottið á Birni Inga Hrafnssyni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, oft kenndur við Viljann, er með kórónuveiruna. Frá þessu greindi hann á Facebook í kvöld og sagðist ætla skríða undir sæng og ferðast innanhúss næstu daga. 

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, oft kenndur við Viljann, er með kórónuveiruna. Frá þessu greindi hann á Facebook í kvöld og sagðist ætla skríða undir sæng og ferðast innanhúss næstu daga. 

Björn Ingi vakti mikla athygli þegar heimsfaraldurinn var í algleymingi árin 2020 og 2021 og mætti á svo gott sem alla upplýsingafundi almannavarna á sínum tíma. Þá skrifaði hann einnig bókina Vörn gegn veiru, um baráttuna við kórónuveiruna. 

Þrátt fyrir þetta náði veiran í skottið á honum í lokin, en hann segir í færslu sinni að hann hafi verið farinn að halda að hún myndi sleppa því að heimsækja hann. mbl.is