Flugáhuginn kviknaði í Fríhöfninni

Á ferðalagi | 16. október 2022

Flugáhuginn kviknaði í Fríhöfninni

Það er óhætt að segja að háloftin séu annað heimili Helga Más Vilbergssonar, en hann starfar sem flugþjónn hjá flugfélaginu Play og er lærður atvinnuflugmaður frá Iceland Aviation Academy. Þar að auki hóf Helgi nýverið störf sem flugkennari hjá skólanum. Meðfram fluginu er Helgi eigandi vefsíðunnar Vínleit.is ásamt æskuvini sínum Hafliða Má Brynjarssyni.

Flugáhuginn kviknaði í Fríhöfninni

Á ferðalagi | 16. október 2022

Helgi Már Vilbergsson starfar sem flugþjónn hjá Play, en hann …
Helgi Már Vilbergsson starfar sem flugþjónn hjá Play, en hann er lærður atvinnuflugmaður og hóf nýverið störf sem flugkennari hjá Iceland Aviation Academy.

Það er óhætt að segja að háloftin séu annað heimili Helga Más Vilbergssonar, en hann starfar sem flugþjónn hjá flugfélaginu Play og er lærður atvinnuflugmaður frá Iceland Aviation Academy. Þar að auki hóf Helgi nýverið störf sem flugkennari hjá skólanum. Meðfram fluginu er Helgi eigandi vefsíðunnar Vínleit.is ásamt æskuvini sínum Hafliða Má Brynjarssyni.

Það er óhætt að segja að háloftin séu annað heimili Helga Más Vilbergssonar, en hann starfar sem flugþjónn hjá flugfélaginu Play og er lærður atvinnuflugmaður frá Iceland Aviation Academy. Þar að auki hóf Helgi nýverið störf sem flugkennari hjá skólanum. Meðfram fluginu er Helgi eigandi vefsíðunnar Vínleit.is ásamt æskuvini sínum Hafliða Má Brynjarssyni.

Helgi er fæddur og uppalinn á Suðurnesjunum en býr í dag í Fossvoginum ásamt kærustu sinni, Ragnheiði Özurardóttur. Hann segir áhuga sinn á fluginu hafa kviknað þegar hann starfaði í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, enda mikil tenging við flugið þar. 

Helgi Már með kærustu sinni, Ragnheiði. Hún hóf störf sem …
Helgi Már með kærustu sinni, Ragnheiði. Hún hóf störf sem flugfreyja hjá Play í sumar.

Vann mest á breiðþotum fyrsta sumarið

„Ég sótti um hjá Wow Air árið 2016 og hóf störf sem flugþjónn þar í apríl sama ár. Ég var í hópi fyrstu flugliða Wow Air sem fengu réttindi sem flugþjónar á breiðþotunum Airbus A330. Vélarnar eru stórar og aðallega notaðar í lengri flugum, en þar sem ég vann meira og minna á þeim vélum var mikið um löng flug hjá mér það sumarið,“ segir Helgi og nefnir þar meðal annars flug til Los Angeles og San Fransisco í Bandaríkjunum. 

Hafliði og Helgi Már eru æskuvinir, en þeir störfuðu saman …
Hafliði og Helgi Már eru æskuvinir, en þeir störfuðu saman hjá Wow Air og starfa nú saman hjá Play.

„Eftir fyrsta sumarið mitt sem flugþjónn jókst áhugi minn á fluginu enn frekar og ákvað ég því í kjölfarið að skrá mig í flugskólann þar sem ég hóf flugnám í byrjun árs 2017. Lengst af starfaði ég sem flugþjónn samhliða náminu fyrir utan það tímabil sem ég kláraði bóklega hluta námsins,“ útskýrir Helgi. 

Helgi ákvað að skrá sig í flugnám eftir fyrsta sumarið …
Helgi ákvað að skrá sig í flugnám eftir fyrsta sumarið sem flugþjónn.

Hvað er það skemmtilegasta við starfið?

„Það skemmtilegasta við að vera flugþjónn er að kynnast nýju fólki, nánast á hverjum degi enda gerist það sjaldan að maður vinni með sama fólkinu marga daga í röð. Fjölbreyttur hópur af frábæru fólki starfar hjá Play svo að maður fær tækifæri til að sjá og kynnast öðrum hliðum á hinum ýmsu málefnum.“

„Ég hef einnig gaman af því að ferðast og kynnast fólki úr ólíkum áttum, en farþegarnir okkar koma alls staðar að úr heiminum. Starfið er að auki gífurlega fjölbreytt og það má með sanni segja að enginn vinnudagur í háloftunum sé eins.“

Hvað er mest krefjandi við starfið?

„Það að vinnuumhverfið okkar er uppi í háloftum og þar að auki í litlu rými. Maður þarf að takast á við öll þau mál sem geta komið upp um borð og leysa þau eftir bestu getu svo allir fari glaðir frá borði. Til dæmis óvænt veikindi eða ölvaðir einstaklingar, en það er ekki hægt að vísa of drukknum aðila út eins og hægt er að gera á bar og eins getur maður ekki hringt á sjúkrabíl og fengið aðstoð strax fyrir veikan farþega. Hins vegar eru flugliðar þjálfaðir og vel í stakk búnir til að takast á við ýmsar uppákomur.“

Helgi Már kann afar vel við sig í háloftunum og …
Helgi Már kann afar vel við sig í háloftunum og þykir starfið skemmtilegt þó það geti verið krefjandi.

Áttu þér uppáhaldsstopp?

„Mitt uppáhaldsstopp hjá Play er Boston, en mér finnst borgin bjóða upp á góða blöndu af amerískri og evrópskri menningu. Góðar gangstéttir og göngubrautir eru svo sannarlega ekki sjálfgefnar í Bandaríkjunum en það er gott að ganga um Boston. Þar að auki er alltaf hægt að finna góðan mat og drykk í borginni sem er laus við ýkjur eins og má oft sjá í Bandaríkjunum, til dæmis hvað varðar skammtastærðir.“

Er eitthvað sem þú myndir aldrei gera í flugvél eftir að hafa starfað þar?

„Ég myndi alltaf hafa beltið spennt og sýnilegt til þess að vera ekki truflaður ef ég skildi sofna í vélinni ef ókyrrð eða annað kæmi upp. Ég myndi ekki standa upp þegar sætisbeltaljósið er kveikt, og síðast en ekki síst þá myndi ég aldrei fara inn á salerni á sokkunum.“

Til hvaða landa hefur þú ferðast?

„Ég hef ferðast til margra landa í Evrópu, en þar stendur Ítalía helst upp úr. Svo hef ég farið til flestra ríkja í Bandaríkjunum auk Toronto og Montréal í Kanada, Kúbu, Aruba og Nýju Gíníu.“

Helgi Már segir Ítalíu vera í miklu uppáhaldi, en hér …
Helgi Már segir Ítalíu vera í miklu uppáhaldi, en hér er hann staddur á vínekrunni Masi á Norður-Ítalíu.

Hvaða áfangastaðir eru í mestu uppáhaldi?

„Kúba er minn uppáhaldsstaður og verður erfitt að toppa þann áfangastað. Það er eins og maður sé kominn aftur í tímann. Gleði fólksins á götunum er ólýsanleg og stressið er ekkert. Ég tók þátt í verkefni hjá Wow Air þar sem við flugum á milli Kúbu, Aruba og Nýju Gíníu í mánuð. Ég fékk því nægan tíma til að skoða og kynnast Kúbu og menningunni þar. Þar stóð meðal annars upp úr að fara á tónleika með Buena Vista Social Club sem er ein frægasta hljómsveit Kúbu.“

„Hjá Play er uppáhaldsáfangastaðurinn minn Mallorca, en þar má finna frábæra blöndu af menningu og slökun, fallegar víkur og strendur. Þó svo að þetta sé ein vinsælasta ferðamannaeyja heims þá ná íbúarnir að halda í menninguna.“

Hvert dreymir þig um að fara?

„Mig dreymir um að ferðast um Asíu vegna þess að þar er landslagið og menningin frábrugðin þeim stöðum sem ég hef heimsótt.“

Eru einhverjir staðir sem þú myndir ekki vilja ferðast á?

„Ég hef aldrei haft löngun að fara til Ástralíu en það á kannski eftir að breytast í framtíðinni.“

Hvernig ferðalögum ertu hrifnastur af?

„Mér finnst skemmtilegast að fara í ferðir þar sem ég dvel ekki of lengi á sama staðnum. Ég hef gaman að því að keyra um og skoða, borða góðan mat og drekka gott rauðvín, og þar kemur Ítalía sterk inn.“

Hefur þú lent í einhverju hættulegu á ferðalagi?

„Ég hef verið mjög heppinn og ekki lent í neinni hættu á ferðalögum mínum hingað til.“

Eru einhver ferðalög framundan hjá þér?

„Ég er að fara til Tenerife með stórfjölskyldunni. Pabbi er að verða sextugur og ætlum við að halda upp á afmælið með pomp og prakt á Íslendinga eyjunni.“

Hvað er ómissandi í flugvélinni að þínu mati?

„Fríið byrjar ekki fyrr en ég fæ mér Baguette-samloku um borð.“

Helgi starfaði sem flugþjónn hjá Wor Air um nokkurra ára …
Helgi starfaði sem flugþjónn hjá Wor Air um nokkurra ára skeið.

Ertu með góð ferðaráð fyrir lesendur?

„Mér finnst ég fá sem mest úr út ferðalögum þegar ég plana ekki of mikið. Það er gott að hafa ákveðna hugmynd um hvert maður vill fara og hvað maður ætlar að gera, en ef allt fríið er planað í þaula þá getur myndast ákveðin pressa ef maður nær ekki að fara eftir því og gera allt sem er á planinu. Í lengri ferðum mæli ég með að fara á milli borga eða bæja, og ákveða þá hversu lengi þig langar að vera og hvað þig langar að gera.“

„Annað ferðaráð er að minnka símanotkunina í fríinu, til dæmis með því að taka myndir yfir daginn og geyma það að skoða þær þar til um kvöldið eða eftir ferðalagið. Ekki taka myndir af öllu sem þú sérð og setja beint á samfélagsmiðla heldur njóta augnabliksins. Annars eru allar minningarnar það sem þú tókst mynd af en ekki hvað þú sást í kringum þig, sem er oft skemmtilegra og merkilegra en staðurinn sem þú tekur mynd af.“

Á sumrin stundar Helgi strandveiðar af og til með föður …
Á sumrin stundar Helgi strandveiðar af og til með föður sínum, en þeir sigla út frá Sandgerði.
mbl.is