Nemendum þarf að líða vel í skólanum

MeT­oo - #Ég líka | 16. október 2022

Nemendum þarf að líða vel í skólanum

„Við vorum með áætlun gegn kynferðisáreitni og ofbeldi sem við vorum nýbúin að endurskoða og við höfum verið að fylgja henni. Við erum að bíða eftir nýrri áætlun sem ráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema ætla að vinna saman,“ segir Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.

Nemendum þarf að líða vel í skólanum

MeT­oo - #Ég líka | 16. október 2022

Steinn Jóhannsson er rektor MH.
Steinn Jóhannsson er rektor MH. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við vorum með áætlun gegn kynferðisáreitni og ofbeldi sem við vorum nýbúin að endurskoða og við höfum verið að fylgja henni. Við erum að bíða eftir nýrri áætlun sem ráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema ætla að vinna saman,“ segir Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.

„Við vorum með áætlun gegn kynferðisáreitni og ofbeldi sem við vorum nýbúin að endurskoða og við höfum verið að fylgja henni. Við erum að bíða eftir nýrri áætlun sem ráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema ætla að vinna saman,“ segir Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.

Kynferðisáreiti innan framhaldsskóla komst eiginlega í beina útsendingu frá skólanum fyrr í mánuðinum þegar nemendur höfðu í frammi hörð mótmæli vegna kynferðisbrotamáls sem þolanda fannst ekki tekið nægilega vel á.

Þótt eflaust hafi það tekið á að vera í kastljósinu, í þessu viðkvæma máli, segist Steinn fagna umræðunni. „Það er brýnt að eiga þetta samtal og mikilvægt að leitast alltaf við að gera betur. Við getum alltaf bætt ferlið og mér finnst umræðan jákvæð í þá átt af hálfu yfirvalda, nemenda og skólaumhverfisins alls.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is